Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 140
SHOSHANA FELMAN
Verk Freuds, allt frá Bréfum til Fliess til Drawnráðningar bera þess vitni
að hann setur fram algjörlega nýja leið til að skrifa sjálfsævisögu og mn-
breytir persónulegri frásögn í brautryðjandi fræðilega uppgötrmn. Upp-
götvunin sem birtist í frásögninni vísar í sögu sem staðfestir kenninguna
um leið og hún myndast: Harmleikurinn um örlög Odipusar verður
þannig tilvíswiaif'ásögn, dæmisaga sálgreiningarinnar. Hann staðsetur
löggildingaraugnablikið sem sálgreiningarsögur koma að aftur og aftur,
á hinu fordæmislausa, freudíska frásagnar- og orðræðusvæði þar sem frá-
sögn verður kenning.
Þessi uppgötvun er staðfest í goðsögu sem hefur gengið manna
á milli frá klassískri fornöld: Aðeins er hægt að skilja djúpstæð
og almenn áhrif þessarar goðsögu, ef tdlgátan sem ég hef sett
fram um sálarfræði barna hefur samskonar almennt gildi. Eg
hef í huga goðsöguna um Ödipus konung og harmleik Sófó-
klesar sem ber þetta nafn ...
Atburðarás leikritsins er einvörðungu byggð á afhjúpunar-
ferli, tafirnar eru settar fram af kunnáttu og spennan fer sífellt
vaxandi. Þessu ferli má líkja við viimu sálgreinandans - það
kemur í ljós að Odipus sjálfur er morðingi Lajusar og það sem
meira er, hann er sonur hins myrta manns og Jóköstu ...
Ef Ödipus konungur hefur engu minni áhrif á nútímaáhorf-
anda en hann hafði á Grikkja að fornu ... hlýtur að búa rödd
innra með okkur sem segir að í Odipusi sé falinn örlagaríkur
ógnarkraftur. Orlög hans hafa áhrif á okkur vegna þess að þau
gætu verið okkar eigin - vegna þess að véfréttin formælti okk-
ur á sama hátt áður en við fæddumst. Það er kannski hlutskipti
allra að beina sínum fyrstu kynferðislegu löngunum í átt að
inóðurinni og fyrsta hatrinu, fýrstu morðóskinni í átt að föð-
urnum. Draumar okkar staðfesta réttmæti þessarar skýringar.
Odipus konungur, sem drap föður sinn Lajus og giftist móður
sinni Jóköstu, lætur æskudrauma okkar rætast ... A meðan
skáldið ... varpar ljósi á sekt Odipusar, knýr hann okkur á sama
tíma til að viðurkenna þessar sömu hvatir, en þær er enn að
finna í hugskoti okkar, þrátt fyrir að þær séu bældar.5
5 Freud: The Interpretation of Dreatns (Draumráðningar) í The Standard Edition of the
Complete Psychological Works of Sigmund Freud. Þýtt úr þýsku, ritstj. ritraðar: James
Strachey. London: The Hogarth Press og The Institute of Psychoanalysis, 1964,
138