Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 141
HANDAN ÖDIPUSAR: DÆMISAGA SÁLGREININGARINNAR
Freud vísar í Ödipus sem lykilsögu - sýnisögu sálgreiningarinnar - og
leggur fram þrjár spumingar sem styðja greinandi yfirheyrslur hans:
1) Spumingin um áhrif sögunnar (hvers vegna er sagan svona þvingandi,
áhrifamilál? Hvemig á að gera grein fyrir hagnýtum áhnfnn sögunn-
ar á áhorfendur, valdi hennar tdl að draga fram geðhrif, tákmænni
verkun hennar?)
2) Spumingin um kennsl (sagan hefur vald yfir okktur af því hún þvingar
okkur tdl að bera kennslá eitthvað í sjálfum okkur. Hvað er það sem sag-
an „þvingar okkur til að bera kennsl á?“ Hvað gerist við sKk kennsl?)
3) Spumingin um gildi tilgátunnar, kenningarinnar („aðeins er hægt að
skilja djúpstæð og almenn áhrif goðsögunnar ef tilgátan sem ég hef
sett fram um sálarfræði bama, hefur samskonar almennt gildi.11)
Taka þarf tillit til afleiðinga þessara þriggja spurninga, ef ætlunin er sú að
rannsaka frekar eða endurskoða mikilvægi Ödipusar í sálgreiningu og
ástundun hennar: Spuminguna um hagnýt áhrif sögunnar (og að sama
skapi hvort hún komi að notum í klínískum lækningum; hagnýt áhrif
hennar á okkur, sem snúast ekki endilega um það sem sagan merkir, held-
ur um áhrifamátt hennar á okkur); spurninguna um það sem felst í fræði-
legum kennslum (hvað berum við kerrnsl á þegar við berum kennsl á
Ödipus?); og spuminguna sem snýst ekki aðeins um gildi tilgátu Freuds,
heldur um það hvort frásögn geti gefið einhverju fræðilegt vægi, þ.e.
hvert sambandið sé milli sannleika og skáldskapar í sálgreiningu?
Að mihu mati endumýjar lestur Lacans allar þessar spumingar á ein-
hvem þýðingarmikinn máta og rannsókn á þessari endurnýjun - rann-
sókn á því hvemig goðsagnarleg skírskotun Ödipusar er lykilinn að skiln-
ingi Lacans á sálgreiningu - gæti opnað okkur leið að kjama hins
frumlegra og ríka skilnings Lacans á uppgötvun Freuds og gæti þaraf-
leiðandi orðið til þess að við skiljum út á hvað sálgreining gengur.
Saga sálgreiningarinnar: Odipas konungur
Hvergi í skrifum Lacans má finna markvissa greinargerð á skilningi hans
á þýðingu Ödipusar. Líkt og svo oft áður þarf að leggja á sig erfiði til að
bindi IV, s. 261-3. Vísað er í þessa tilteknu útgáfu af ritum Freuds nema annað sé
tekið fram. I stiga fyrir aftan hverja tilvitnun er númer bindis gefið upp í rómversk-
um stöfum og arabískir tölustafir gefa til kynna blaðsíðutal.
*39