Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 146
SHOSHANA FELMAN
Sjálfsver-an ber kennsl á og flytur þrá sína og sögu (að því leyti sem sag-
an grundvallast á misskilinni þrá) með því að segja ffá í sundurgreinandi
talathöfh sem verður að ljúka og fullkomna með endanlegri greiningu á
ræðunni. Lacan kallar það „að taka á sig sögu sína“, þ.e. að samsinna al-
gjörlega - og styðja opinskátt - örlög sín, að viðurkenna að við berum
ábyrgð á orðræðu Annars í okkur sjálfum en tun leið að fyrirgefa sjálfum
okkur orðræðuna.
Það að sjálfsveran taki á sig sögu sína, að því leyti sem hún
myndast í ávarpi til annars, er sannarlega grundvölluriim að
þeirri nýju aðferð sem Freud kallar Sál-greiningu. (E 257, N
48)
Samkvæmt Lacan teknr konungurinn Odipus samt sem áður ekki fylli-
lega á sig þrá sína og sögu þegar hann ber kennsl á þær. Undir lok Odiptis-
ar konungs sættir Ödipus sig við örlög sín, en ekki við sjálfan sig (fyrir-
gefur sér ekki). Af þessum sökum vill Lacan fara með okkur, líkt og hann
orðar það (samkvæmt forskrift sem líkt og áður á sér margar merkingar),
handan Ódipusar: Þ.e. til að byrja með handan Ödipusar konungs og inn í
harmrænt framhald Sófóklesar, Ödipns í Kólonos.
Ef harmleikurinn um Ódipus konung er sem bókmenntaverk
öðrum víti til varnaðar, ætti sálgreiningin einnig að vita hvað
þetta handan stendur fyrir, sem gert er grein fyrir í harmleikn-
um Ödipus í Kólonos. (S—II, 245)
II. Handan Odipusar: Odipus í Kólonos
Það er ekki fyrr en í harmrænu ffamhaldinu sem Ödipus tekur raunveru-
lega á sig örlög sín:
í Ödipus íKólonos segir Ödipus efdrfarandi orð: „ Verð égþáfyrst
maður, núþegar ég er ekkerti“ Þessi orð marka endalok sálgrein-
ingar Ödipusar - sálgreiningu Ödipusar lýkur ekki fyrr en í
Kólonos ... Þetta er augnablikið sem gefur sögu hans alla sína
merkingu. (S—II, 250)
Lacan vísar hér í eftirfarandi senu sem ég birti í tveimur ólíkum þýðing-
um:
144