Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Side 149
HANDAN ÖDIPUSAR: DÆMISAGA SÁLGREININGARINNAR
færð og tilfærð við mótun hins fyrsta tákns (,,nafns“) tungumálsins, inn-
limar naíh föðurins (og því til viðbótar sérhvert orð eða tákn í keðju
tungnmáls eða táknskipta, hvort sem um er að ræða myndhverfingu eða
nafnskipti, þ.e. öil tákn og öll orð) hugmyndir barnsins um að dauðleiki
þess sé skilyrði - og myndhverfing - fyrir afneitun þess. Fyrst að tákn-
færsla samsvarar mótun dulvitundar (tilfærslu þrár), „er dauði síðasta
orðið sem tengir einstaklinginn við þessa óþekktu orðræðu“ - við dulvit-
und sína: Með því að tákngera færum við dauðann inn í tungumálið, til
þess að lifa af.
Þegar við óskum þess að sjálfsveran öðlist það sem hún hafði
áður en regluleg samskipti með orðum voru til staðar, á frum-
skeiði fyrir myndun tákna, finnum við það í dauðanum, en í
það sækir tilvist hans alla sína merkingu. (E 320, N 105)
Þannig er táknið fyrst og fremst yfirlýstur morðingi hlutarins
og þessi dauði stendur fyrir óendanlega þrá sjálfsverunnar.
Gröfin er fyrsta táknið sem birtir smávægileg verksummerki
mannlegs eðlis og milligöngumann dauðans má þekkja í öllum
þeim samskiptum þar sem maðurinn fæðist inn í lífssögu sína.
(E 319, N 104, ÞBL)
Hverju bætir Ödiptis í Kólonos við söguna um Ódipus konung (.söguna um
kennst) ef frá er talinn endanlegur dauði sjálfsverunnar?
Hér má hafa í huga þá staðreynd að Odipus fieðist inn í sögu lífs síns,
þegar hann tekur til sín dauðann (og sviptir sjálfið á róttækan hátt eign
sinni). Odipus íKólonos segir frá því hvernig Odipusarsagan breytist í lífs-
sögu: Verkið þallar ekki um dramatíska atburðarás, það fjallar um það að
segja (og endursegja) hina dramatísku atburðarás. Það fjallar með öðrum
orðum um það að gera örlög Odipusar söguleg með því að tákngera ödip-
íska þrá - umbreyta henni í ræðu.
Odipus
Orlagastjarna mín verður ekki færð í orð.
Kór
Lát heyra!
Odipus
Bamið mitt, hvað get ég sagt þeim?
147