Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 151
HANDAN ÖDIPUSAR: DÆMISAGA SÁLGREININGARINNAR
öðru en þrd minni ogþá lýkur sögunni. (Sena 3, 105)
Sendiboði
Borgarar, einfaldasta leiðin til að flytja ykkur fréttirnar
væri að segja Odipus er allur;
en ekki er einfalt að greinafrá því sem átti sér stað -
það voru ekki einfaldir atburðir. (Sena 8, 147)
Með því að líkamna þennan dramatíska viðburð - hina sundurgreinandi
talathöfn - sem verður til við það að Odipus tekur róttæka eignasvipting-
una til sín, er Odipus í Kólonos ekki einföld frásögn sem fjallar um það að
segja söguna af þrá Odipusar, ekki dramatísk lýsing þar sem örlög
Odipusar verða táknleg og söguleg. Hér er fremur á ferð ffásögn sem
heldur handan þessa („handan Odipusar“), líkt og lokalínurnar gefa til
kynna og segir sögu þess hvernig dauði Odipusar umbreytist (í öllum
skilningi orðsins, bókstaflegum og myndhverfðum) í táknrænt tungumál
goðsögunnar.
Sú staðreynd að Odipus er sú hetja sem Odipusarduldin dreg-
ur nafn sitt af er ekki tilviljun. Það hefði verið mögulegt að
velja aðra hetju, þar sem allar hetjur grísku goðafræðinnar eru
á einhvern hátt tengdar þessari goðsögu og eru mismunandi
holdtekjur hennar ... Það eru ástæður fyrir því að Freud laðað-
ist að þessari ákveðnu goðsögu.
Odipus er með sjálfu lífi sínu algjörlega þessi goðsaga. Hann
er ekkert annað en leið goðsögunnar til þess að verða að veru-
leika. (S-H, 267-8)
Það er eðlilegt að allt lendi á Odipusi vegna þess að Odipus lík-
amnar meginerfiðleika talsins. (S—II, 269)
Freud í Kólonos
Á sama tíma og Ödipus í Kólonos sviðsetur „eilífa“ ödipíska þrá með tákn-
sögu sinni, þ.e. sviðsetur fæðingu Odipusar sem táknrænt líf sem það að
lifa af sögulega og goðsögulega, má einnig að einhverju leyti finna kenn-
ingu um ödipíska dauðahvöt í leikritinu, því að Ödipus, sem sjálfur er
149