Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 152
SHOSHANA FELMAN
fórnarlamb bölvunar sem leiddi til þess að foreldrar hans höfnuðu hon-
um, fer einnig með bölbænir yfir sonum sínum. Orlög Odipusar ein-
kennast því af endurtekningaráráttu sem að mati Lacans varpar ljósi á og
veitir svar við harmrænu innsæi Freuds í Handan vellíðunarlöcnnálsins.
o
Líkt og Freud á seinni árurn sínum, skrifar Sófókles á þessu síðara tíma-
bili um samband lífs og dauða og miðlar þar undirstöðu hugmyndum sín-
um (í sálgreiningu) um manneskjuna.
Oll tilvera Odipusar í Kólonos byggir á ræðunni sem örlög
hans móta og í honum verður sambandið milli lífs og dauða
áþreifanlegt. Hann lifir lífi sem er gert úr dauða, þeim dauða
sem er nákvæmlega þarna, undir yfirborði lífsins. Þangað er
okkur einnig stýrt af textanum þegar Freud segir okkur „að
trúa því ekki að lífið ... sé gert úr afli ... sé ferli, lífið ... einkenn-
ist af engu öðru en ... getu sirmi til að deyja“ ...
Kenning Freuds gæti virst ... gilda fyrir allt, einnig það sem
tengist dauðanum, innan þeirra takmarka sem lokað orkuflæði
kynhvatarinnar setur, undir stjórn vellíðunarlögmálsins og þess
að jafnvægi hefur aftur verið komið á ...
Handan vellíðunarlögmálsins setur fram þá hugmynd að þessi
útskýring sé ófullnægjandi... Það sem Freud kennir okkur með
hugmyndinni um masókisma fruinbernskunnar er að síðasta
orð lífsins, þegar lífið hefur verið svipt málinu, getur aðeins
verið þessi endanlega bölbæn sem farið er með undir lok
Odipusar í Kólonos. Lífið hafnar lækningunni ... Hver er enn-
fremur merking lækningarinnar, batans, ef það er ekki sú vit-
und sjálfsverunnar, að til sé mál sem kemur annars staðar frá og
er í andstöðu við hana? (S—II, 271-2)
Hér leitast Lacan augljóslega ekki við að lesa bókmennta-Odipus á ein-
faldan hátt með hliðsjón af kenningu Freuds, heldur endurles hann
kenningu Freuds með tilliti til bókmennta-Odipusar. Áherslur Lacans
eru eins og venjulega leiðréttandi og hafa ákveðna sálgreiningarhefð til
hliðsjónar sem hefur tilhneigingu til að virða hugmyndir Freuds í Hand-
an vellíðunarlög'málsins að vettugi vegna „ofurbölsýni“ eða vegna þess að
þær séu „óvísindalegar“, þær passi ekki inn í kenningar hans. Samkvæmt
Lacan gegnir Handan vellíðunarlögmálsins þó lykilhlutverki í skilningi á
150