Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Síða 153
HANDAN ÖDIPUSAR: DÆMISAGA SÁLGREININGARINNAR
sálgreiningu, vegn-a þess að það hefnr að geyma hina endanlegn gátu sem
Freud glímdi við með innsæi sínu og reyndi að ráða:
... Freud hefur arfleitt okkur að vitnisburði sínum um neikvæð
viðbrögð við lækningu.
Tykilinn að þessari ráðgátu er sagður liggja í áhrifum masó-
kisma frumbernskunnar, þ.e. í hreinni staðfestingu á dauða-
hvötinni, gátunni sem Freud lagði fram um það leyti sem
reynsla hans nær hámarki.
Við getum ekki sýnt vandamálinu htilsvirðingu, ekki frekar
en ég get frestað rannsókn á því hér.
Því ég tek efdr því að þeir sem neita að samþykkja hápunktinn
í kenningu Freuds eru þeir sem byggja greiningu sína á hug-
myndum um Sjálfið [sálfræði sjálfs] og þeir sem, líkt og Reich,
ganga eins langt og þeir geta í tilraun til að leita að ósegjanleg-
um bkamlegum tjásldptum handan tungumálins, svo að ... [þeir
búastvið því að greining] orsaki fullnægingu. (E 316, N 101,
ÞBL)
Með því að lesa Freud með hhðsjón af Odipus í Kólonos gerir Lacan mun
meira en gefa til kynna skyldleika með viðfangsefnum Freuds og Sófó-
klesar í síðari verkum beggja (nauðsynlegt formgerðarsamband milli lífs
og dauða: Masókismi frumbernsku, dauðahvöt, endurtekningarárátta).
Lacan notar sambandið milli Ödipusar í Kólonos og Ödipusar konungs (óum-
deilanlega sambandið, þ.e. samband síðara bókmenntaverksins við dæmi-
sögu sálgreiningar) til þess að varpa ljósi á og vekja athygli á mikilvægi
Handan vellíðunarlögmálsins. Lacan segir Ódipus í Kólonos fara með okkur
handan Ödipusar, á svipaðan hátt og Freud heldur með okkur Handan
vellíðunarlögmálsins. Með þessum marglaga, þétta samanburði, þar sem
sögunum er stillt saman og eyðumar eru þaulskipulagðar, gefur Lacan
tvennt til kynna:
1) Að Handan vellíðunarlögmálsins hefur nákvæmlega sömu þýðingu fýr-
ir Ðraumráðningar (en í því verki segir Freud í fyrsta skipti frá upp-
götvun sinni á mikilvægi Ódipusar konungs) og Ödipus í Kólonos hefur
íyrir Odipus konung.
2) Höfnun ákveðinnar ráðandi sálgreiningarhefðar á síðari verkum
Freuds er þáttur í sögunni af Odipusi (höfnunin sýnir meðvitund sál-