Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Side 155
HANDAN ÖDIPUSAR: DÆMISAGA SÁI.GRKININCÍARINNAR
huluna áþreifanlega af sögu dulvitundarinnar [E 318, N 102]). Fyrst að
endurtekningaráráttan er, samk\ræmt Lacan, áráttan til að endurtaka
táknmynd, er Handan vellíðunarlögmálsins lykilinn að sögunni og yfir-
færslunni, en jafnframt einnig að textavirkni merkingarinnar, þ.e. kröf-
unni um táknmynd í samfelldri röð tákna (hvort sem um texta eða líf er
að ræða).
Hvað gerir þá sálgreining annað en einmitt að nýta dauðahvötina í líf-
inu - hvað er hún annað en hagkvæm hagnýting endurtekningarhvatar-
innar með afköst í huga? Með því að láta sjálfsveruna endurupplifa tákn-
ræna merkingu dauðans, sem hún hefur iðulega orðið vitni að, lærir hún
að viðurkenna hann og taka merkingu dauðans til sín (aðskilnaður, skort-
ur) með það í huga að öðlast táknrænan skilning, ekki á dauðanum, held-
ur á lífi sínu.
Leiknum er lokið, teningunum hefur þegar verið kastað, með
þeirri einu undantekningu að við fáum að taka þá upp einu
sinni enn og kasta þeim aftur. (S-II, 256)
Um þetta snýst hagnýt sálgreining og þetta segir Freud okkur í þessari
fræðilegu frásögn af seinna skeiði sínu, þar sem leitast er við að fara
handan vellíðunarlögmálsins, út fyrir fyrri uppgötvun hans um uppfýll-
ingu óskar, handan þess að hann dreymi Sófókles til þess að fá ósk sína
uppfyllta.
„Odipusarduldin“ segir Lacan í eirrni af þessum tvíræðu staðhæfingum
sem minna er gert úr en efhi standa til (flutt í óútgefinni málstofu),
„Ödipusarduldin er - draumur Freuds“. Þessi seming sem virðist vera
augljós er í raun flókin umorðun á því hvernig sálgreiningin leggur allt
undir í uppgötvuninni sem sett er fram í Draumráðningum-. Þetta er flók-
in umorðun, annars vegar á uppgötvun Freuds á kenningunni um að
draumar okkar standi fýrir óskauppfýllingu og að hún sé aflið sem hvetji
okkur til að dreyma og hinsvegar á uppgötvun Freuds á því aðfrásögnin af
Ödipusi staðfestir kenninguna sem hann hefur uppgötvað. Það var með
hjálp sjálfs-greiningar, með greiningu á sínum eigin draumi um föður
sinn sem Freud uppgötvaði Ödipusarduld sína og í bókmenntaverkinu
um Ödipus fangaði hann merkinguna sem sálgreiningin byggir grund-
völl sinn á. „Ödipusarduldin er draumur Freuds.“
En ef Kólonos hefur svona mikil áhrif á Lacan, slær á svona sterkan
streng í brjósti hans, er það vegna þess að Lacan samsamar sig, kannski
153