Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 159
HANDAN ÖDIPUSAR: DÆMISAGA SAI .GRKININGARINNAR
Freud (eða Ödipusar í Kólonos efrir Sófókles/Lacan): Innsti hringur sál-
greiningarstofriunarinnar sýnir endurtekningaráráttuna á dramatískan
hátt og staðfestir með því sögu Freuds og undirstrikar freudísku goðsög-
una um (eitthvað líkt og) dauðahvöt sálgreiningarinnar sjálfrar: (Odipísk)
endurtekning á bölbæn í orðræðu sem er ætlað það hlutverk að nota mál-
ið sem blessun.
Með kalli sínu um að „snúa aftur til Freuds“ - snúa aftur til Kólonos -
verður Lacan sjálírir holdtekja endurkomu bælingarinnar í sögu sálgrein-
ingarinnar. Af þessum sökum boðar hann, líkt og Odipus í Kólonos (og
allur stíll hans ber þessum boðskap vitni), endurkomu gátunnar.
Þeseifur
Hver er sú náð sem þú færir okkur?
Ódipus
Tíminn leiðir það í ljós, það verður ekki opinberað strax.
Þeseifur
Hversu langt er í að þú upplýsir okkur?
Ödipus
Það geri ég þegar ég er látinn og þú ert búinn að grafa mig.
Frásögn Lacans er samt sem áður á sama tíma dramatísk endurtekning
því hún minnir okkur á þá grundvallarstaðreynd að það er ómögulegt að
grafa dulvitundina (mál hennar). Gátan heldur þannig velli. Og það ger-
ir saga Lacans einnig, en viðfangsefni hennar er (í öllum skilningi orðs-
ins) þrdfylgni gátunnar.
En hvað er gáta annað en töf í atburðarás („Tíminn leiðir það í ljós“),
er hún ekki sundurgreinandi samkomulag um einhverskonar sannleika
eða innsæi, sem við nálgumst í ffásögn á myndhverfðan hátt með hjálp
goðsögu} Höfriunin á Handan vellíðunarlögmálsins undir því yfirskini að
sem goðsaga sé verkið „óvísindalegt“ („aðeins goðsaga“) felur í sér, að
mati Lacans, róttækan misskilning á tilgangi goðsögunnar, sem og á
stöðu goðsögunnar sjálfrar í ffásögn Freuds og fyrir kenningu sálgrein-
ingarinnar. (En fjalla sálgreiningin og Odipus einmitt ekki um það að
bera ekki kennsl á goðsöguna.)
Þegar öllu er á botninn hvolft... getum við aðeins rætt fýllilega
um kynhvötina (e. libido) á goðsögulegum nótum ... Það er þetta
sem hvílir undir í texta Freuds. (S—II, 265)
:57