Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Síða 161
HANDAN ÖDIPUSAR: DÆMISAGA SÁLGREININGARINNAR
gerð sem sé „trú raunveruleikamim", þ.e. að táknkerfi hans sé ekki háð
geðþótta (E 12, 17). Líkt og greiningarreynslan, grundvallast sálgrein-
ingargoðsagan á ,ykáldaðriformgerðsem ertni raunveruleikanum“ (E 449).
Að því leyti sem goðsagan miðlar hinni freudísku kenningu, er hún ekki
bókstafleg þýðing eða endurspeglun á raunveruleikanum, heldur birtir
einkenni hans, myndræna útskýringu á raunveruleikanum. Þó er goðsag-
an ekld hrein fantasía, heldur táknleg frásagnairökvísi sem hefur raun-
verulegu hlutverki að gegna og miðlar raunverulegum samböndum. Goð-
sagan er ekki raunveruleiki, en hún er ekki heldur það sem menn
(mis)skilja - einföld andstaða raunveruleikans. Sambandið milli rauun-
veruleika og goðsögu sálgreiningarinnar felst ekki í andstöðu, heldur í
(sundurgreinandi) samræðu-. Goðsagan glímir við eitthvað í raunveruleik-
anum sem hún skilur ekki íýllilega, gerir sér ekki grein fyrir og hefur ekki
stjórn á, en veitir þó svar við, táknrœnt svar. Hlutverk goðsögunnar í sál-
greiningarkenningu er því að varpa ljósi á hlutverk túlkunar í samræðu
sálgreiningarinnar: Hægt er að líta svo á að hin freudíska goðsögugrein-
argerð beri talinu vitni, en það má sjá sem fræðilega g/of Freuds.
Hvað merkir þetta? A sama hátt og málgjöfin, sem felst í sundurgrein-
andi túlkun samræðu, er ekki byggð á nákvæmni heldur samstillingu
(áhrif hennar eru í samræmi við formgerð hlustandans), þ.e. hún opnar
dyr tungumálsins að Oðru, verður sálgreiningargoðsagan að sannri forrn-
gerð þegar hún birtist í Oðru. Sálgreiningargoðsagan hefur með öðrum
orðum e)ááf}-œðileg áhrifvegna þess að hún er sönn, heldur af því að hún
hittir fýrir sannleikann í öðru, af því að hún hefur aðgang að Öðru, vegna
þess að hún er opin fýrir leið þar sem innsæi er svipt innistæðu sinni með
hjálp annars innsæis, opin fýrir sögu sem er svipt innistæðu sinni með
annarri sögu: T.d. ferð Odipusar konungs til Odipusar í Kólonos, eða ferð
„Eðlishvatar“ goðsögunnar tdl síðari og flóknari goðsögu „Dauðans“:
Augnabliks íhugun varpar ljósi á íróníuna sem kenningin um
dauðahvötina gi'imdvallast á og er orsakanna að leita í því að hún
sækir sér merkingu í tvö mótsagnakennd hugtök: Eðlishvötina
sem er, eins og við skiljum hana á sinn víðtækasta máta, lög-
málið sem stýrir í framvindu sinni því atferliskerfi sem leitast
við að framfylgja þeim markmiðum sem eru nauðsynleg til við-
halds lífinu; og dauðann sem birtist fýrst og síðast sem tortím-
andi lífsins ...
159