Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 162
SHOSHANA FELMAN
Til þess að skilja díalektísk einkenni kenningarinnar þarf að
nálgast hana með því að samstilla, það sem ég kalla skáldskapar-
fræði allra verka Freuds, allt fráfyrsta aðgangi að verkurn hans til
nákvæmrar túlkunar þehra, og grundvallarvídd verkanna, sem
spannar allt frá uppruna verksins til þess hápunktar sem færir
með sér sjálfa kenninguna. (E 316-17, N 101-2)
Með reynslu sálgreiningarinnar höfum við uppgötvað að í
manninum er Orðið nauðsynlegt lögmál sem mótar hami í
sinni mynd. Lögmálið stýrir ljóðrænum einkennum tungu-
málsins svo það getur miðlað þörfum hans á táknrænan hátt.
Megi þessi reynsla gera ykkur kleift að skilja fjnir fullt og allt
að það er í málgjöfinni sem allur raunveruleiki áhrifa hennar hýr,
því það er með hjálp þessarar gjafar sem raunveruleikinn birtist
manninum og það er með stöðugri notkun hennar sem hami
viðheldur raunveruleikanum.
Ef svæðið sem málgjöfin skilgreinir [segir Lacan á málþingi
sálgreina] á að fullnægja athöfnum okkar og þekkingarleit,
mun það einnig fullnægja tniartrausti okkar. (E 322, N 106)
Ólíkt því sem almennt er talið leggur Lacan ekki áherslu á kenninguna í
sjálfii sér („vitsmunalegan leik“) heldur á staifsixx sem klínískur sálgrein-
ir. Hann er fyrst og síðast starfandi læknir; starfandi læknir sem fyrir til-
viljun hugsar - og endurhugsar - um það sem hann gerir í starfi sínu.
Kenningar hans eru ekki frábrugðnar starfinu sem hann stmidar - starfi
hans sem kennara, sálgreiningarkennara, sem kynnir fyrir öðrum hagnýt
viðfangsefni (spurningar) starfsins.
Sú skuldhinding um að legg/a stund á sálgi'einingu sem vísindagrein, sam-
fara viðurkenningu á því að sálgreiningarkenningm sé í g'undvallar- og und-
irstöðuatriðum sett saman úr goðsögu - að sú þekking sem verður að kenn-
ingu við ástundun geti ekki gengið gegn því eðli sínu að vera frásögn sem
sviptir sjálfa sig belgri þekkingarstöðu sinni - hefur víðtækar afleiðingar
bæði fyrir kenninguna og ástundunina. Þetta merkir að ef vísindin eiga
að vera sönn þarf ástundunin að koma á undan þekkingunni: I ástundun-
inni þarf að gleyma þekkingunni.
Við nánari skoðun kemstu að því að vísindin hafa ekkert minni.
Þau gleyma hvörfunum sem þau eru sköpuð úr; með öðrum
ióo