Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 165
HANDAN ODBPUSAR: DÆMISAGA SALG R KINI N'GARINNAR
Kafka skrifar: „Margir kvarta yfir því að orð spekinganna séu alltaf ein-
ungis dæmisögur en ónothæf í hversdagslífinu, og það er eina lífið sem
við eigum“:
Þegar spekingurinn segir: „Farðuyfir um“,u þá á hann ekki við
að ganga skuli yfir á hina hliðina, sem hægt væri að gera ef
árangurinn væri þeirrar ferðar virði, heldur á hann við ein-
hvem ævintýraheim fyrir handan, eitthvað sem við þekkjum
ekki, sem hann fær ekki lýst nánar og sem getur því alls ekki
hjálpað okkur hér. Allar þessar dæmisögur hafa eiginlega það
eitt að segja að hið óskiljanlega sé óskiljanlegt og það vissum
við fyrir. En það sem við stritum við dag hvern em aðrir hlutir.
Við þessu sagði maður nokkur: „Hversvegna veitið þið mót-
spymu? Ef þið færað eftir dæmisögunum, þá værað þið sjálf
orðin dæmisögur og þar með laus undan hinu daglega striti.“
Annar sagði: „Eg skal veðja að þetta er líka dæmisaga.“
Sá fyrsti sagði: „Þú vinnur.“
Hinn sagði: „En því miður einungis í dæmisögunni.“
Sá fyrsti sagði: „Nei, í raunveruleikanum; í dæmisögunni tap-
aðir þú.“14
Alda Bj'örk Valdimarsdóttir þýddi
u [Þýð-1 Felman notar hér orðasambandið „to go beyond“ í ensku þýðingunni sem
vísar til þess að vera „handan \úð“.
14 Franz Kafka: „Um dæmisögumar“ í Ur glatkistimni. Sögnr - dagbók - bréf, þýð.
Astráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson, Bjartar ogjrú Emilía, nr. 10, 1. hefti
1993, bls. 4.
Ég vil þakka Guðna Elíssyni greinargóðan yfirlestur.
163