Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Qupperneq 167
Peter Brooks
Meistaraflétta Freuds
Líkan fyrir frásagnir
Peter Brooks er prófessor við Yale háskóla þar sem hann kennir frönsku
og bókmenntafræði. Hann hefur verið gistikennari víða, í Harvard há-
skóla, Austin háskóla í Texas, Kaupmannahafnar háskóla, í Bologna, Ge-
orgetown og Oxford. Brooks kemur víða við í skrifum sínum, en merkust
eru án efa verk hans um melódramað og svo hinar þölmörgu greinar og
bækur sem hann hefur skrifað um frásagnarfræði og sálgreiningu. A síð-
ustu árum hefur áhugi Brooks í vaxandi mæli beinst að tengslum laga og
bókmennta.
Fyrsta bók Brooks, The Melodramatic Imaginatim: Balzac, Henry Jam.es,
Melodrama, and the Mode ofExcess (1976), vakti verðskuldaða athygli, en í
henni setur Brooks ffam þá kenningu að melódrama sé einn mikilvægasti
frásagnarmiðill nútímabókmennta og það sé gjarnan notað til að lýsa bar-
áttu góðs og ills, sáluhjálpar og fordæmingar. Bókin hefur haft mikil áhrif
í bókmenntaumræðu seinni ára, en það er kannski fyrst og fremst í kvik-
myndafræðinni sem áhrif hennar hafa verið víðtækust. Af nýlegri verkum
Brooks má nefha Body Work (1993), Psychoanalysis and Stotytelling (1994)
og Trouhling Confessions: Speaking Guilt in Law and Literature (2000).
Brooks ritstýrði einnig bókunum Laws Stories (1996, ásamt Paul Gewirtz)
og Whose Freud? (2000, ásamt Alex Woloch). Greinar eftir Brooks hafa
birst víða, m.a. í The New York Times, The New Republic, Times Literaiy
Supplement, The Nation, London Review of Books, Critical Inquiry, New Lit-
erary History og the Yale Law Joumal.
Kaflann sem hér fylgir á efdr í íslenskri þýðingu, „Meistaraflétta
Freuds - líkan fýrir frásagnir“, er að finna í bók Brooks Reading for the
165