Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 169
MEISTARAFLÉTTA FREUDS - LÍKAN FYRIR FRÁSAGNIR
endalokin, þau séu sá atbvirður sem móti söguheildina (eða lífshlaupið),
gefi henni merkingu sína. Brooks segir mikilvægt að dýpka skilning okk-
ar á sögulokunum (sem minna á dauðann), skoða tengsl þeirra við upp-
runa og frumlanganir, og rannsaka síðan hvernig tengsl beggja móta
rniðju frásagnarinnar, sem Hggur miHi upphafsins og endans.
Hér vísar Brooks í frásagnarffæði Aristótelesar, sem í riti sínu Um
skáldskaparlistina setur fyrstur manna fram hugmyndina um heild frásagn-
ar og þrísHptingu hennar í upphaf, miðju og endi:
Heild er það sem hefur upphaf, miðju og endi. Upphaf er það sem
fylgir ekki óhjákvæmilega á eftír einhverju öðru, en hefur hins veg-
ar eitthvað annað í för með sér sem eðlilega afleiðingu. Endir er aft-
ur á móti það sem hlýzt af einhverju, annaðhvort óhjákvæmilega eða
samkvæmt venju, en á eftír því kemur ekkert arrnað. Miðja er það
sem er bæði á undan og eftír einhverju öðru. Þeir sem vel semja sög-
ur mega hvorki byrja þar sem verkast vill né enda hvar sem er, held-
ur verða þeir að fara efrir ofangreindum reglum.
En það sem fagurt er, hvort sem um lífveru eða einhvern samsett-
an hlut er að ræða, þarf ekki aðeins að vera skipulegt, heldur að hafa
ákveðna stærð, því fegurð felst í stærð og skipulagi, og af þeim sök-
um gæti örsmá Hfvera aldrei orðið fögur (hún verður ógreinileg í
augum okkar, þar sem hana ber fyrir svo leiftursnöggt) né heldur
gríðarlega stór Hfvera (við fengjum aldrei yfirsýn yfir hana alla í einu
og misstum sjónar af einingu og heild), til dæmis ef Hfvera væri þús-
und mílur að lengd. Af því leiðir, að Hkt og líkamar og lífverur verða
að hafa stærð, sem má þó ekki vera meiri en svo, að unnt sé að fá yf-
irsýn yfir þær, þannig verða og sögur að hafa ákveðna lengd, sem
miðast við það, að þær geti festst í minni.*
Er óendanleikinn merkingarlaus þar sem hann hefur hvorki upphaf né
endi og er því ekki bundinn í fléttu? Verður Hfsflétta okkar aðeins útskýrð
í ljósi forgengileikans, Hkt og sögur verða að vera af takmarkaðri lengd til
að mynda heild.
Brooks setur fram þá tilgátu að djarfasta markmið Freuds með verki
sínu Handan vellíðunarlögmálsins gæti hafa verið það að koma fram með
kenningu um kraft Hfsins og þann frásagnarskilning sem við ljáum tilvist
Aristóteles: Um skáldskaparlistina. Þýð. Kristján Amason. Reykjavík: Hið íslenzka
bókmenntafélag, 1976, s. 57.
167