Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 177
MEISTARAFLÉTTA FREUDS - LÍKAN FYRIR FRÁSAGNIR
inn vegna þess að honum er meinað að nálgast merkinguna, sem veitir
„skjálfandi“ lífi hans yl (Benjamin 1969, s. 101).
Þær röksemdafærslur sem taka mið af sögulokum eru í það minnsta
þversagnakenndar þar sem frásögn virðist sækja augljóst vald sitt í upp-
runa sinn, í „upprunalegt sögusvið“, þar sem „raunveruleikinn“ verður
segjanlegur - eins og á vettvangi glæpsins í spæjarasögunni - og hinni
merkingarþrungnu keðju er hrundið af stað. Við verðum að dýpka skiln-
ing okkar sögulokum sem minna um margt á dauðann, skoða tengsl
þeirra við upprunann og frumlanganir, og athuga hvernig innbyrðis
tengsl beggja geta ákvarðað og mótað miðjuna - hið „svifaseina rými“
frestunar og villna - og hikið sem við finnum þar á milli hugljómunar og
blindu. Ef þráin býr í upphafinu, en hún er án vafa þrá til endans, liggur
nauðsynleg miðjan á milli upphafs og endis (fléttur verða að mati Arist-
ótelesar að vera af „ákveðinni lengd“). Ferill hennar, mótaður af um-
breytingu og úrvinnslu, er óljós. Það er hér sem metnaðarfýllstu kannan-
ir Freuds á tengslum endis og upphafs geta hjálpað og stuðlað að
almennilegu og aflmiklu líkani af fléttu.
Byrjum þá að lesa Handan vellíðunarlögmálsins (1920) í textalegu sam-
hengi við frásagnarskáldskap og feril fléttu eins og við erum byrjuð að
skilja þau. Við getum réttlætt þetta ffamtak með þeirri staðreynd að
Handan vellíðímarlögmálsins er meistaraflétta Freuds, ritgerð þar sem harrn
útlistar fýllilega hvernig lífið heldur áffam frá upphafi til endi, og hvem-
ig sérhver einstaklingur endurtekur meistarafléttuna með lífi sínu og
stendur andspænis þeirri spumingu hvort dauði sinn sé ófyrirséður eða
nauðsynlegur. Það er svo erfitt að segja til um viðfangsefni Freuds í þess-
ari ritgerð - og sérstaklega hvað hann ákveður ekki að tala um - að við er-
um að lokum næstum neydd til þess að viðurkenna að hann sé að ræða
möguleikann að tala um hfið - um „frásagnarleika“ þess. Djarfasta ætlan
hans gæti verið að koma ffam með kenningu um skilning á krafd lífsins
og í framhaldi af því á frásagnarskilningi þess. Það er einnig athyglisvert
að Handan vellíðunarlögmálsins er byggð upp eftir leiðum sem Freud taldi
hafa lítið að gera með upprunalegu ætlanina. I lok ritgerðarinnar talar
hann um þörfina á að „varpa sjálfum sér í ákveðið far hugsunar og fýlgja
henni hvert sem hún leiðir“.9 Meistarafléttan er ákvörðuð af þeim form-
9 Freud: Beyond the Pleasure Principle \Jenseits des Lustprinzips, 1920] úr ritsafhinu The
StandardEdition ofthe Complete Psychological Works ofSigmund Freud, bindi 18. Ritstj.
James Strachey. London: Hogarth Press, 1969, s. 59.
D5