Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 184
PETERBROOKS
ast) á því augnabliki sem saga, eða „líferu örvuð frá kyrrð yfir í frásögn,
til spennu, yfir í nokkurs konar ertingu sem krefst frásagnar. Eg talaði
hér á undan um frásagnarþrána, örvunina sem þenur út frásögnina, gæð-
ir hana ákafri löngun, metnaði, leit og veldur því að í frásögn er horft
ffarn á veginn.15 Þetta merkir einnig að upphaf vekur ætlun í lestri, er
örvun sem skapar spennu. Við gætum kannað sérstakt erótískt eðli
spennunnar í skrifum með upplestri margra góðra verka, eins og lýsingu
Rousseaus íjátningum (Confession) á því hvernig bók hans Nýja Elísa (La
Nouvelle Héloise) er hlaðin sjálfsfróunardraumum og nauðsjmlegum til-
búningi, eða áþekka byrjun Okkar Lafði blómanna (Notre-Dame desfleurs)
eftir Jean Genet. Frásögninni sem fylgir á efrir - hinni Aristótelísku
„miðju“ - er viðhaldið með spennu sem ögrar í sífellu kyrrð hins „eðli-
lega“ - með öðrum orðum, hinu ósegjanlega - þar til frásögnin nær loka-
kyrrðinni sem fylgir endinum. Þróun frásagnarinnar sýnir að spennunni
er viðhaldið sem enn flóknari seinkun eða í hjáleið sem leiðir aftur til
k}Trðar. Eins og Sartre og Benjamin héldu fram, verður frásögnin að
stefna í átt að niðurlagi sínu, leita útskýringar í eigin dauða. Það verður
þó að vera hinn rétti dauði, hin réttu endalok. Flækja hjáleiðarinnar er
tengd hætturmi á því að tengja fram hjá, hættunni á að ná endinum of
fljótt, að öðlast óviðeigandi dauða. Hin óviðeigandi endalok eru vissu-
lega skammt undan í frásögninni og iðulega sett fram sem rangt val: Val
á röngu skríni, rangur skilningur á töframeðali, rangt val á erótísku við-
fangi. Þróun undirfléttunnar í hinni klassísku skáldsögu gefur yfirleitt til
kynna (eins og William Empson hefur lagt ril) aðrar lausnir á vandamál-
unum heldur en fást í meginfléttunni og hún undirstrikar iðulega hætt-
una á skammhlaupi.16 Undirfléttan er ein leið til að bægja frá hættunni á
skammhlaupi og tryggja með því að meginfléttan haldi áffam allt til
hinna réttu endaloka. Þrá textans (þráin að lesa) er því þrá um endalok,
en þó einungis þann endi sem næst með minnstri hjáleið, í spennu og
meðvituðu fráviki, en þar býr flétta frásagnarinnar.
Frávik, hjáleið, ásetningur með það fyrir augum að pirra: Þetta eru
15 Frekari útskýringar á hugmyndinni um upphaf sem „ætlun“ má finna í Edward Sa-
id: Beginnings: Intention andMethod. New York: Basic Books, 1975. Annað hugsan-
legt dæmi um slíkt frásagnarupphaf má finna í verki Kafkas: Hamskiptin (Metamorp-
hosis) þar sem aðalpersónan vaknar og kemst að því að hún hefur ummyndast í
risastórt meindýr.
16 Sjá William Empson: „Double Plots“. Some Versions of Pastoral. New York: New
Directions, 1960, s. 25-84.
182