Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Qupperneq 189
MEISTARAFLÉTTA FREUDS - LÍKAN FYRIR FRÁSAGNIR
efdr þeim kennslum sem verða til á því augnabliki sem lesandinn deyr í
textanum. Samt sem áður geta kennslin ekki afnumið textaeðlið, ekki fellt
úr gildi þá miðju sem er staður endurtekninganna, þar sem sveiflast er á
milli blindu og kennsla, á milli upphafs og endis. Endurtekning sem leiðir
til kennsla myndar sannleika frásagnartexta.
Textaorka í frásögn einkennist af því að hún er alltaf á barmi ótíma-
bærrar losunar, á barmi skammhlaups. Hræðsla og spenna lesandans
andspænis ótdðeigandi endalokum er í samræmi við óttann við engin
endalok, en þó er fyrrnefndi óttinn okkur nálægari. Möguleikinn á
skammhlaupi birtist vitaskuld í öllum þeim ógnum sem stafa að aðalper-
sónunni eða í öllum þeim Hrku rökfærslum sem kalla á lyktir. Oftast
birtist skammhlaupið í líki þeirrar freistingar að velja sér rangt kynferð-
isviðfang, sem gætd verið af „Belle Dame sans merci“ tegundinni, eða
hin fullkomna og jafhframt gereyðandi brúður. I rómantísku hefðinni er
blóðskammarímyndin (bróður - systur gerðin) einna effirtektarverðust
en að baki henni býr táknið um forboðnar ástríður sem væru of full-
komnar ef þær rættust, losun sem er ógreinanleg ffá dauðanum og því í
raun stöðvun á frásagnarhreyfingunni. Frásagnir freistast alltaf til að
þurrka út mismun og þar sem við höfum ekki bókstaflega ógn blóð-
skammar (eins og hjá Chateaubriand, eða Faulkner) kjósa elskendurnir
að Kta á hinn elskaða sem sálufélaga svo yfirráð verði annaðhvort
ómöguleg eða banvæn: Sem dæmi má nefna Werther og Lottu í verkum
Goethes, eða Nýju Elísu (La Nouvelle Héloise) eftir Rousseau þar sem bréf
Saint-Preux til Júlíu hefst á orðunum „Mourons, ö ma douce amie“
(„Deyjum, mín ástkæra“) eða Axel og Söru úr verki Villiers de l’Isle Ad-
am, sem velja dauðann á þröskuldi uppfyllingar. Blóðskömmin er eina
dæmið um skammhlaup í formi freistinga þar sem leiða verður aðalper-
sónuna og textann á brott, inn í hjáleið, inn í lækninguna sem viðheld-
ur frásögninni.
Það gæti að lokum verið í samræmi við rökfærslu okkar að endurtekn-
ingin í textanum boði endurkomu sem kollvarpi hinni eiginlegu hug-
mynd um upphaf og endalok og gefi tdl kynna að hugmyndin um upphaf
hafi endann sem skilyrði, að endirinn sé í raun tíminn fyrir upphafið og
því geti hið óendanlega í raun aldrei verið bundið í fléttu. Allt það vald
sem frásagnarfléttur krefjast, hvort sem það er mótað af upphafi eða
endi, er blekking. Eins og Freud uppgötvaði að lokum er öll greining
óhjákvæmilega endalaus, vegna þess að kraftur mótstöðunnar og yfir-
187