Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Síða 6
INNGANGUR RITSTJÓRA
dvölinni í fangabúðunum er Álfrúnu uppspretta í merkilega hugleiðingu
um dauðareynslu fangabúðanna, sem verður að raunveruleika sem ekk-
ert í lífi höfundanna eftir ffelsunina virðist fyllilega geta skákað eða ýtt
til hliðar. I tilfelli hvers um sig valda ólík atriði því að þeir lifa af vistina
þó að kannski megi segja að viss heppni sé allsstaðar lykilatriði. Hver um
sig velur sér sína leið til að lifa með reynslu sinni og allir mæta þeir
ákveðnu skilningsleysi samfélagsins. Ekki síst á þetta við um Leif Mull-
er, sem lýsir því í viðtalsbókinni hvernig honum hafi fljótlega skilist að
hann mundi seint geta sagt frá hlutunum eins og þeir voru, þó að í bók
sinni hafi hann fyrst og fremst viljað segja satt og rétt frá. En svipaða
sögu er raunar að segja af Primo Levi. Þó að bókin Efþetta er vraður, en
hún er þekktasta verk hans um fangabúðavistina, hafi slegið í gegn þeg-
ar hún var endurútgefin 1958, var áhugi á bókinni nánast enginn þegar
hún var prentuð í fýrsta skipti tíu ámm fýrr.
I grein Álfrúnar munu lesendur sjá ákveðið framhald þess hugarheims
sem skáldsaga hennar Yfir Ebrófljótið skapaði. Nærveran við dauðann, í
fangabúðum eða á vígvelli, er reynsla sem hvorki er hægt með góðu móti
að lifa með né losna frá. Slíkur vemleiki' dofnar ekki eða fölnar, hann
helst stöðugur hvað sem gerist og hversu mikill tími sem líður og gerir
alla aðra rejmslu léttvæga.
Ulfhildur Dagsdóttir fjallar um vaxandi vinsældir uppvakninga eða
zombía í grein sinni „Dauði! Maður er verðlaunaður með dauða“, en
þar fléttar hún saman ímyndum úr tískuiðnaðinum, kvikmyndum, tón-
list og tölvuleikjum. I samtímamenningu hefur uppvakningurinn löng-
um staðið sem fulltrúi sálar- og andleysis, sem tákn fyrir hrun ríkjandi
gilda. Hann er iðulega notaður til að sýna fram á hversu ónáttúrulegt
samfélag okkar er orðið og kvikmyndir um uppvakninga eru gjarnan
taldar vera róttækasta undirgrein hrollvekjunnar, sú sem býður upp á
sterkustu samfélagsgagnrýnina. Ulfhildur tengir pönkið uppvakninga-
hefðinni, en það tók „á sínum tíma upp þessa hugmynd um doða hinn-
ar borgaralegu tilveru, neyslusamfélagsins, kapítalismans og feðraveld-
isins og ýkti upp“. I þessu Ijósi verður hryllingurinn jákvæð leið út úr
samfélagi dauða og doða. Ulfhildur telur hina nýju bylgju uppvakn-
ingamynda bjóða upp á samfélagsgerð þar sem líkaminn er ekki lengur
agaður í þágu yfirvaldsins, þar sem einstaklingurinn er ekki auðsveipur
og undirgefinn. Uppvakningurinn er jafnframt kjörin táknmynd fyrir
ótta okkar við dauðann og ótta okkar við að deyja ekki alveg. Hann
4