Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 9
INNGANGUR RITSTJÓRA
þessari túlkun er textafræðileg. Atriði í textanum vekja athygli hans
vegna þess að hefðbundin túlkun þeirra virðist gera frásögnina að rök-
leysu á köflum. Þegar hann leitar fanga verður fyrir honum írskt kvæði
um Líadan og Cuirithir, en það er Pétri uppspretta fyrir nýja túlkun á
meginpersónum sögunnar. Pétur er ekki fyrstur til að fjalla um kvæðið í
þessu samhengi. En túlkun hans og niðurstöður eru frumlegar og nýstár-
legar.
Þýðingarnar eru að þessu sinni tvær, önnur úr heimspeki, hin af sviði
menningar- og kynjafræða. Þýðing Magnúsar Diðriks Baldurssonar og
Sigríðar Þorgeirsdóttur á grein þýska heimspekingsins Michaels Theun-
issens mun vera fyrsta þýðing á texta eftir þennan vel þekkta höfund.
Theunissen hefur um árabil verið í fremstu röð þýskra heimspekinga og
grein hans um nærveru dauðans í lífinu ber mjög blæ af öðrum þýskum
heimspekingi, Martin Heidegger. Theunissen heldur því meðal annars
fram að ákveðin afstaða til dauðans sé nauðsynlegur hlutá af því sem við
getum kallað ósvikið mennskt líf. Það er andspænis dauðanum sem ein-
staklingurinn nær að gera greinarmun á sjálfum sér og öðru, að endur-
heimta sjálfan sig ffá heimi sem hann er ofurseldur. I vissum skilningi má
kalla nærveru dauðans í lífinu eina forsendu innihaldsríks lífs, að dauð-
inn sé lifandi veruleiki sem fylgir manneskjunni og hún tekst á við í
hverju skrefi sínu.
Elisabeth Bronfen hefur um langt skeið fjallað um ímyndir dauða í
vestrænum menningarsamfélögum nítjándu og tuttugustu aldar. I bók
sinni Over Her Dead Body. Death, Fetnininity and the Aesthetic leitast hún
við að varpa ljósi á tengsl kvenleika og dauða í vestrænni menningu, með
sérstakri áherslu á skáldsagna- og ljóðagerð nítjándu aldar. I þýðingunni
sem hér fer á efdr fjallar Bronfen um alræmda fullyrðingu bandaríska rit-
höfundarins Edgars AJlan Poe „dauði fagurrar konu er, án efa, ljóðræn-
asta viðfangsefhi í heimi“. Birtingarform dauðans í samfélaginu varpa
ljósi á allt það sem menningin bælir eða getur ekki tjáð með beinum
hætti og bera því bælingunni augljóst vitni.
Með þessu hefti lætur Guðni Elísson af störfum sem ritstjóri Ritsins.
Þakkar hann samstarfið síðustu tvö árin. Svanhildur Oskarsdóttir tekur
við starfinu og ritstýrir Ritinu ásamt Jóni Olafssyni á árinu 2004.
Guðni Elísson ogjón Ólafsson
7