Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Side 11
Álfrún Gunnlaugsdóttir
í návist dauðans
Frásagnir þriggja manna af dvöl sinni
í fangabúðum nazista
Þann 10. júlí 1945 birtist í Morgimblaðinu frásögn sem bar yÞrskriftina:
Reykvíkingiir kemnr heim eftir tveggja ára dvöl í þýskum fangabúðum.1
Reykvíkingnrinn hét Leifur Muller og var aðeins tuttugu og fjögurra ára
að aldri. Hann hafði losnað úr Sachsenhausen-fangabúðunum í mars-
mánuði þetta sama ár, en þar hafði hann verið í haldi síðan í júní 1943.
Sænski Rauði krossinn hafði verið fenginn til að hafa forystu um að reyna
að bjarga öllum Norðurlandabúum sem voru í fangabúðum nazista í
Þýskalandi og var gerður út leiðangur sem Bemadotte greifi stóð fyrir,
en honum hafði tekist að komast að sérstöku samkomulagi við Efimmler2
sem var yfirmaður SS-sveitanna og þýsku lögregltmnar, ásamt fleiru. En
það var meira en að segja það að safna öllum föngunum saman. Þeir vom
fyrst fluttir til Neuengamme-fangabúðanna, suður af Hamborg, þar sem
aðstæður allar vora skelfilegar. Efdr mánaðardvöl þar, eða þann 20. apr-
íl, var svo haldið af stað í áttina til Danmerkur. Skammt frá Lubeck réð-
ust bandamenn á bílalestina úr lofd. Leifur hafði lánið með sér, hann
slapp ómeiddur. Ellefu dögum efdr að lagt hafði verið upp frá Neuen-
gamme, eða 1. maí, vora fangamir komnir til Svíþjóðar og má með sanni
1 G-arðar Sverrisson: Býr íslendingiir hér?, Iðunn, Reykjavík 1988, bls. 210-211.
2 Folke Bemadotte: Leikslok, þýð. Ami Jónsson frá Múla, LTnuhús, Reykjavík 1945,
bls. 69-70. Sjá einnig Albert Speer: Inside the Third Reich (tdtill á frummáli er ekki
gefinn upp), þýð. Richard og Clara Wnston, Phoenix 1997 (fyrst gefin út á ensku
1970), bls. 650.
9