Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 12
ÁLFRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR
segja, að þar hafi hurð skollið nærri hælum. En þá var efiir að bíða stríðs-
lokanna og hlúa að föngunum áðrrr en þeir gætu haldið til síns heima.3
Italinn Primo Levi dvaldi í Auschwitz-fangabúðunum í um það bil eitt
ár. Hann varð tuttugu og sex ára árið sem hann var leystur úr haldi, en
ferð hans heim varð mun lengri en ferð Leifs. Honum var stefnt ásamt
öðrum fyrrverandi föngum tdl Rússlands og urðu ferðalangarnir að gera
sér að góðu að dvelja á yfirgefinni herbækistöð í Stan-je Doroghi vikum
saman. Þá áttu þeir að baki langt flakk í jámbrautarlestum og á bílum,
jafhvel fótgangandi. Járnbrautarlest með um eitt þúsund og fjögur
hundmð manns innanborðs lagði af stað frá Staryje Doroghi í suðurátt
um miðjan september 1945 og þann 19. október var Levi kominn til
heimaborgar sinnar, Torino, eftir ótrúlegt ferðalag. Eitt hið ótrúlegasta
við ferðina var að enginn fulltrúi sovéskra yfirvalda var um borð í lest-
inni, enginn sem hafði yfirumsjón eða bar ábyrgð. Tafði það ferðina von
úr viti. Samt komst fólkið klakklaust á leiðarenda. Þá vom liðnir níu
mánuðir frá því að Rússar opnuðu fangabúðirnar í Auschwitz.4
Spánverjinn Jorge Semprún var í fangabúðunum í Buchenwald. Þegar
hann kom út þaðan í apríl 1945 var hann tuttugu og eins árs gamall. Það
vom Bandaríkjamenn sem komu til búðanna þann 11. apríl. Sjálfur hafði
Semprún verið sendur þangað í janúar 1944. En heimferð hans gekk
fljótt og greiðlega fyrir sig, hann var kominn til Parísar í apríllok. París
var þó ekki heimaborg Semprún, heimaborg hans var Madrid, en hann
var í útlegð frá Spáni eftdr borgarastyrjöldina spænsku. Hann hafði samt
ekki sjálfur tekið þátt í henni, tdl þess var hann of ungur, en faðir hans
hafði verið embættdsmaður spænska lýðveldisins í Haag, og eftir fall þess
gat hann ekki snúið aftur til Spánar og flutti því með fjölskyldu sína til
Parísar. Semprún kveðst hafa gert útlegðina að föðurlandi sínu.'’
3 Leifur Miiller: I fangabúðum nazista, Unuhús, Reykjavík 1945, bls. 191-217. Hér
eftír verður vitnað í þá bók með blaðsíðutali irrnan sviga. Garðar Sverrisson: Býr ís-
kndingur bér?, Iðunn, Reykjavík 1988, bls. 193-205. Hér efrir verður vitnað í þá bók
innan sviga með skammstöfuninni Býrlsl. og meðfylgjan<ii blaðsíðutali.
4 Primo Levi: Se questo e un uomo (Ef þetta er maður), La tregtia (Griðin), Giulio Ei-
naudi editore s.p.a., Torino 1958, 1963 og 1989, bls. 155-325. Allar tilvitnanir í verk
Primo Levi eru sóttar í þá útgáfu (um er að ræða tvö verk ffá mismunandi tímum),
aðallega í fyrra verkið, nema annað sé tekið ffam. Aftast er svo að finna Eftirmála,
bls. 326-350, þar sem Levi svarar nokkrum spurningum sem oft höfðu verið ÚTÍr
hann lagðar.
5 Jorge Semprún: La esaitura o la vida, þýð. Thomas Kauf, Tusquets Editores S.A.,
Barcelona 1995, bls. 293. Allar tíhdmanir eru teknar úr þeirri útgáfu nema annað sé
io