Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Side 13
I NAVIST DAUÐANS
Ungu mennirnir þrír voru frá mismunandi löndum og með ólíkan
bakgrunn. Þótt þeir hefðu gengið gegnum svipaðar hörmungar og lifað
mánuðum saman í návist dauðans, voru viðbrögð þeirra við honum ekki
þau sömu, eins og eðlilegt er, og eins og líka er eðlilegt, tókust þeir á við
reynslu sína í fangabúðum nazista seinna á ævinni á ólíkan hátt. En allir
eiga þeir sameiginlegt að hafa skrifað um hana. Og allir áttu þeir efdr að
heimsækja fangabúðirnar þar sem þeir höfðu dvalið.
Að lifa af
Primo Levi sneri aftur til Auschwitz 1965 og var viðstaddur athöfn til að
minnast opnunar búðanna (337-338). Buna-Monowitz-búðirnar í
Auschwitz þar sem hann hafði dvalið voru ekki lengur til. Hann kveðst
hins vegar hafa verið gripinn skelfilegri angist þegar hann kom inn í Bir-
kenau-búðirnar sem einnig voru hluti af Auschwitz, en þær hafði hann
aldrei fyrr augum htið. Þeim hafði verið haldið við og engu verið breytt.
I byrjun sjöunda áratugarins var Levi fenginn til að skrifa texta á minn-
ismerki sem reisa átti í Auschwitz, þar sem Italarnir höfðu verið í haldi.
Hann leggur textann í munn hinum látnu og lætur þá ávarpa gestinn sem
kemur á staðinn og biðja hann að líta vel í kringum sig og hugsa um það
sem hann sér: „Megi askan í Auschwitz vera þér viðvörun, þér og börn-
um þínum: Sjáðu til þess að skelfilegur ávöxtur hatursins, sem þú sérð
hér leifarnar af, skjóti ekki rótum að nýju, hvorki í dag né á morgun.“6
Leifur Muller sneri aftur til Sachsenhausen árið 1988, og í fylgd með
honum var Garðar Sverrisson, höfundur bókarinnar Býr Islendingur hér?
I bókinni er að finna mynd af þeim báðum saman í Sachsenhausen,
einnig af Leifi á tilraunabrautinni þar sem fangar voru látnir prófa end-
ingu nýs skófatnaðar, og svo er mynd af honum í líkkjallaranum og við
rústir líkbrennsluofnanna. Hins vegar er ekki skýrt ffá því hvernig Leifi
varð við að koma aftur til Sachsenhausen.
Þegar þýskur blaðamaður hringir í Semprún í mars 1992 og greinir
honum ffá því að hann hafi í hyggju að gera sjónvarpsmynd um Weimar
tekið fram. Bókin er skrifuð á frönsku og er titáll hennar L’ écriture ou la vie (Að skrifa
eða lifa).
6 Sophie Nezri: „Primo Levi et les voix de la mémoire” í Cahiers d’Etudes Romanes,
Paris 1994, bls. 117: „Que les cendres d’Auschwitz te servent d’avertissement, á toi
et á tes enfants: fais que le fruit atroce de la haine, dont tu as vu ici les traces, ne
prenne pas á nouveau racine, ni demain ni aujourd’hui.“
11