Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Síða 14
ALFRUN GUNNLAUGSDOTTIR
(borg menningar og fangabúða), og óski eftir að fá að taka viðtal við hami
úti á „kalltorginu“ í Buchenwald, segir Semprún þvert nei. Hann hali
aldrei farið aftur til Buchenwalds og hafi ekld í hyggju að gera það. En
um nóttina dreymdi hann að hann væri staddur þar og heyrði rödd Zarah
Leander. A sunnudögum barst söngur hennar af plötu um hátalarana í
Buchenwald og söng hún ástarljóð: Schön war die Zeit da wir unsso gelieht
... Þegar hann vaknaði kveðst hann hafa sldlið skilaboðin sem hann sendi
sjálfum sér og hringt í blaðamanninn til að taka boði hans (297-299).
Skógur huldi þann hluta búðanna þar sem gerst hafði flest af því sem
Semprún var minnisstætt. Þar hafði hann kynnst tveimur andstæðum
pólum, annars vegar leyndardómum bræðralags meðal manna, eins og
hann orðar það, og hins vegar hinni algeru illsku, das radikale Böse, sem
þýski heimspekingurinn Kant fjallaði um á sínurn tíma (67-69, 324-325).
Skógurinn huldi lík fórnarlamba Stalínismans. Fangabúðimar í Buchen-
wald höfðu ekki lokið hlutverki sínu árið 1945. Sovétmenn og KGB
héldu þeim opnum. Þeim var ekki endanlega lokað fyrr en 1950.
I heimsókn sinni til Buchenwalds árið 1992 fær Semprún tækifæri til
að skoða ljósrit af spjaldi sínu úr spjaldskrá búðanna. Hann uppgömar sér
til undrunar að hann er sagður vera Stukkateur (gifsskrejuingamaðm-) en
ekki Philosophiestudent eins og hann hafði sagt við manninn sem skráði
hann í búðirnar og var fangi eins og hann, kannski til margra ára. Póli-
tískur fangi. Líkast til gamall kommúnisti. Að minnsta kosti hafði Þjóð-
verjinn verið gráhærður og vildi meina að það að vera Student væri ekk-
ert starf. Til að lifa af fangabúðadvöl væri vissara að láta skrá sig sem
iðnlærðan mann - Facharbeiter. En hinn ungi Semprún gerði sér ekki
grein fyrir alvöru málsins og maðurinn hafði ekki erindi sem erfiði.
Semprún tilkynnti honum á nýjaleik að hann væri Student. Næstum
hálfri öld síðar verður Semprún ljóst að líklega hafi maðurinn bjargað lífi
hans, hann hefði getað lent í neðanjarðamerksmiðjunni í Dora (Mittel-
bau), þar sem setja átti saman eldflaugarnar VI og V2 (317-318). Iðn-
lærðir menn voru hins vegar ekki sendir þangað. Góðvilja þessa mamis,
sem hafði skrifað Sttikkateur á spjaldið (þótt ómögulegt sé að vita hvers
vegna hann gerði Semprún að gifsskreytingamanni), túlkar Semprún
sem bræðralagsanda gömlu kommúnistanna.
Það hafði þá ekki allt verið einber tilviljun.
Semprún hafði verið sama sinnis og Primo Levi, að það hefði að mestu
verið tilviljun háð hvort fangar lifðu af fangabúðavistína eða ekki (156).