Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Qupperneq 15
INAVIST DAUÐANS
í formála að bók sinni Se questo é un uormo (Ef þetta er maður) segir Le\d
að hann hafi verið svo heppinn að harrn skyidi ekki sendur til Auschwitz
fyrr en í ársbyrjun 1944 (9), þegar þýsk stjómvöld höfðu ákveðið að
treina Kftóruna í föngum sínum vegna skorts á vinnuafli.7 Nú átti að
halda þeim lifandi til að þeir gætu þrælað áfram. Semprún kom líka seint
til Buchenwald, í ársbyrjtm 1944 líkt og Levi. Eins og áður getur var
Leifur Muller hins vegar sendur til Sachsenhausen í júní 1943. En þótt
ungu mennimir hafi ekki lent í fangabúðunum fyrr en liðið var á seinni
hluta heimsstyrjaldarinnar, höfðu þeir allir verið teknir fastir nokkrum
mánuðum fyrr. Leifur Muller var hnepptur í varðhald af Þjóðverjum í
október 1942. Lyrst var hann í fangelsi í Osló, en í janúar 1943 var hann
fluttur til fangabúðanna í Grini. Engin hætta er því á að hann hafi verið
vel haldinn þegar hann kom til Sachsenhausen. Jorge Semprún var tek-
inn höndum í Lrakklandi af Gestapo í september 1943, hann var pyntað-
ur, en teltu að hann hafi verið búinn að ná sér og því vel á sig kominn
hkamlega þegar hann var fluttur til Buchenwald (319-320). Primo Levi
var tekinn til fanga af Milizia fascista í desember 1943 (11-12), hann var
yfirheyrður, en ekki pyntaður eins og hann hafði óttast. Hann segir í
frægu viðtali sem Phihp Roth hafði við hann haustið 1986, að það hafi
einkum verið tvennt sem hélt í honum hfi í Auschwitz: Að hann var við
góða heilsu þegar hann kom þangað og kunni hrafl í þýsku.8 Hana hafði
hann lært á námsárum sínum.9 Mikilvægt var að skilja nokkum veginn
skipanir á þýsku til að vera fljótur að bregðast við og komast hjá högg-
um. Auk þess létti það lífið að skilja hvað væri á seyði. En Primo Levi
bætir einnig við þriðja atriðinu sem hafi hjálpað, for\dmi. Aðrir urðu síð-
ar til að kalla forvitni hans kaldhæðni. Lorvitnin er vissulega til staðar í
frásögninni í Se questo é un uomo, en er fjarri því að eiga skylt við kald-
hæðni. Eins og hann segir sjálfur (350) reyndi hann fyrst og fremst að líta
á samfanga sína sem einstaklinga og hefur þurft töluverða einbeitni til
vegna framkomu „yfirmanna“ við þá. Yfirmeruumir vom þó aðeins aðr-
Sjá Albert Speer: Inside the Third Reich, bls. 504—507, og einnig Jost Diilffer: Nazi
Germany 1933-1945, Faith and Annihilation, Amold, London 1996, bls. 165.
Þýðandi síðamefndu bókarinnar er Dean Scott McAlurn . Bókin heitir á friunmál-
inu Dentsche Geschichte 1933-1945: Fiihrerglauhe und Vem ich tungskritg.
8 Philip Roth: „A Conversation with Prirno Levi by Phihp Roth“. í Survival in
Auschwitz, Collier Books, New York 1993, bls. 180.
9 Primo Levi: I sommersi e i salvati (Þeir sem fómst og þeir sem björguðust), Giulio
Einaudi editore s.p.a., Torino 1986, bls. 74.
13