Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 18
ALFRUN GUNNLAUGSDOTTIR
frönsku og netinu Jean-Marie Action. Hann hafði verið svikinn í hend-
umar á Gestapo. Lögreglumennimir beittu hann eftir 1 ætispyntingarað-
ferð sinni, handjárnuðu hann og hengdu síðan upp á höndunmn. Hend-
umar vora sveigðar aftur fyrir bak. Þeir dýfðu honum líka í baðker með
vatni sem fullt var af saur og úrgangi þangað til honum lá við köínun. Yf-
irheyrslumar stóðu í hálfan mánuð. En þegar Semprún varð veikur í
Buchenwald af kýlapest, ákvað hann að fara ekki í sjúkraskálann, þ\rí að
búið var að segja honum að færi hann þangað inn mundi hann fara út mn
reykháfinn. Þess vegna fékk hann franskan félaga sinn sem var læknir að
mennt til að stinga á kýlunum (126-127).
Semprún var heppinn eins og þeir Leifur og Levi. Hann fékk vinnu
inni við. Seinustu mánuðina vann hann á skrifstofu Arheitsstatistik. Þar
var föngunum skipað í vinnuflokka, eftir því hvort þeir áttu að vinna ut-
an búðanna eða innan. Starf Semprún var í því fólgið að stroka út nöfn
eða skrá þau, sem sagt, að halda skrá }dir látna og nýkomna (34). En
Semprún minnist ekki á aukaskammt af mat. Hann hafði haft áhyggjur af
að skrokkurinn á sér myndi hljóta varanlegan skaða af öllu hungrinu,
skorti á svefni og eilífri þreytu, og varð þess vegna ekki lítið undrandi á
leiðinni til Parísar þegar „áð“ var í þýska bænmn Eisenach, hvað
skrokknum reyndist létt að gleyma fyrri vanlíðan (127).
Levi virðist hafa nokkuð til síns máls. Væra menn ungir þegar þeir
komu til fangabúðanna, en samt ekki of ungir, áttu þeir þó nokkra mögu-
leika á að fá að Hfa, og lifa af. En æskan ein og sér tryggði ekki neitt,
menn urðu að vera við góða heilsu fyrir til að þola það sem beið þeirra.
Möguleikarnir á að halda lífi jukust enn frekar ef Hð bættist einhver
kunnátta í þýsku. Eins og áður segir kunni Levi hrafl í henni. Leifur
kveðst hafa lært þýsku í Sachsenhausen (Býr Isl. 110, 233). Hann hefur
því ekki verið vel í stakk búinn hvað það atriði varðar, nema hann hafi
haft á takteinum einhverja skólaþýsku. Mesti þýskugarpurinn var Jorge
Semprún sem hafði lært málið í bernsku af þýskum barnfóstrum.11 Um
það leyti sem hann var tekinn fastur gat hann lesið þýska heimspeki á
frammálinu, þótt sú þýska muni hafa átt lítið skydt við þá sem öskrað var
í fangabúðum nazista. Gætu fangar ekki skilið eða sagt á þýsku núinerið
sem var tattóverað á framhandlegginn á þeim áttu þeir ekki mikla mögri-
leika. Að fá að vinna inni, þótt ekki væri nema um tíma, gat skipt sköp-
11 Jorge Semprún: Adiós, luz de veranos ... (Eg kveð þig, sumarbirta ...), Tusquets Ed-
itores S.A., Barcelona 1998, bls. 54.
16