Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Síða 20
ALFRUN GUNNLAUGSDOTTIR
ar. Þar ætlaði Leifur að lifa rólegu lífi meðan hann væri að ná sér og þar
kynntist hann verðandi eiginkonu sinni, Birnu Sveinsdóttur (Býr Isl.
213-214, 226-227). Framtíðin virtist því nokkuð björt. En margt var það
sem Leifur hafði byrgt með sjálfum sér. I bókum sínum verður honum
ekki tíðrætt um hvernig honum leið andlega í Sachsenhausen, hvort
hann hafi haft stuðning af öðrum eða hvort eitthvað hafi veitt honum
andlegan styrk. Það er eðlilegt að hann geti þess ekki í íyrri bókinni, /
fangabúðum nazista, þar sem sú bók fjallar fyrst og fremst um fangabúða-
vistina sem slíka. Oðru máli gegnir þegar kemur að seinni bókinni, Býr
Islendingur hér? I þeirri bók greinir Leifur frá uppvexti sínum og svo frá
því sem við tók eftir að hann var kominn heim. Eins og fyrr var sagt er
fangabúðavistin samt meginuppistaða verksins og frásögnin af henni ít-
arlegasti hlutinn. Þegar vel er að gáð kemur í ljós að Garðar Sverrisson,
skrásetjari og höfundur þessa verks, byggir í þeim hluta mikið til á bók
Leifs, Ifangabúðum nazista. Garðar hefði að ósekju mátt láta þess getið,
þó svo hann hafi notað bókina með fullu samþykki Leifs. I síðari bókinni
skýrir Leifur frá því að haustið 1943 hafi hann verið kominn óraveg frá
uppruna sínum og þeim hugmyndum sem hann hafði gert sér um þetta
skeið ævinnar: „Mér fannst líf mitt hafa snúist upp í algera martröð. Eg
fann að héðan í ffá yrði ég aldrei aftur sami grunlausi drengurinn" (Býr
Isl. 136). Það var ekki að ástæðulausu að hann vildi síðar meir reyna að
I bók sinni bendir Primo Levi á að fyrrverandi fangar í fangabúðum
nazista skiptist eiginlega í tvo hópa. Þá sem vilji gleyma og þá sem vilji
það ekki og sé í mun að halda fortíðinni til haga (338). Hann telur að í
fyrri hópnum sé að finna þá sem ekki hafi vitað hvers vegna þeir voru
teknir höndum og lentu í þessum hörmungum, litu á það sem tilviljun-
arkennt ólán eða óhamingju er þeir hefðu orðið fyrir. I seinni hópnum sé
aftur á móti að finna þá sem báru eitthvert skynbragð á pólitík, höfðu til
að bera trúarsannfæringu eða sterka siðferðisvitund. Primo Levi til-
heyrði auðvitað seinni hópnum.
Þegar Levi kom til Auschwits var hann ekki trúaður maður og þegar
hann fór þaðan var hann það ekki heldur. Reynslan í Auschwitz hafði
ekki annað gert en að styrkja trúleysi hans.13
Hvað pólitík áhrærir telur Primo Levi að hann hafi verið ungur og
óreyndur. Astæðan fyrir því að hann var tekinn fastur var ekki sú að hann
13 Sjá Primo Levi, I sommersi e i salvati, bls. 117.
18