Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Side 21
INAVIST DAUÐANS
væri gyðingur, heldur hafði hann ásamt öðrum ungum mönnum reynt að
koma á fót andspyrnuhópi sem vonir stóðu til að gæti orðið hluti af and-
fasistahreyfingunni Giustizia e Libeila. Þetta var tálsýn því að þá skortd
allt til að koma shkum hópi á laggimar, ekki síst reynslu. Þá hafði Levi
búið í fjögur á við „kynþáttalög“ Mussolinis og er á því að þau hafi ýtt
undir að hann hfði í veröld sem ekki var alveg í tengslum við veruleik-
ann. Hann var tekinn höndum ásamt félögum sínum uppi í fjöllum af
Milizia fascista. Sama reynsluleysi og hafði stuðlað að því að hann fór upp
í fjöllin varð til þess að við yfirheyrslumar sem fylgdu í kjölfar handtök-
unnar, ákvað hann að segja, til að skýra vem sína uppi í fjöllunum, að
hann væri „ítalskur ríkisborgari af hebreskum kynþætti“.14 I grandaleysi
sínu hélt hann að játaði hann að hann væri andspymumaður eða „skær-
uliði“, yrði hann frekar pyntaður og tekirm af hfi. Levi uppgötvaði svo
hversu rangt hann hafði haft fyrir sér, en þá var það um seinan. Granda-
leysið leiddi hann til Auschwitz.
Svo virðist sem sannfæring er byggðist fremur á almennum uppreisn-
aranda en pólitískum ht eða kenningum, hafi átt sinn þátt í að hjálpa
Primo Levi til að takast andlega á við fangabúðavist sína meðan á henni
stóð. Auk þess siðferðisþrekið sem áður hefur verið drepið á. Það þrek
sem þurfti til að sjá einstaklinginn í samföngum sínum. Hann eignaðist
vini, en sfikt var ekki auðvelt í veröld fangabúðanna. Fangamir óttuðust
hver annan og vantreystu hver öðrum, því að tækist fanga að stela flík eða
mat ffá samfanga, sættu báðir harðri refsingu. Sú ráðstöfun nazista að
láta fangana sjálfa sjá um starfsemi búðanna með tilheyrandi grimmd, en
SS-sveitdmar gæta þeirra utan girðingar, er með því djöfullegra sem upp
hefur verið fundið. Þess vegna var erfitt fyrir fanga að mynda varanleg
tengsl, auk þess sem margir beinlínis forðuðust það. Þeir vildu ekki þurfa
að upplifa þann sársauka að missa vini ofan á allt annað sem þeir höfðu
þegar misst.
En það kom ekkd í veg fyrir vináttu Alberto og Primo Levi. Þeir vom
kallaðir „ítalamir t\æir“, enda óaðskiljanlegir (137). I hálft ár deildu þeir
koju, deildu matarskammtinum sínum, „skipulögðu" allskyns brask og
smáþjófnaði. Alberto var þar leiðandi leiks því að hann kunni ýmislegt
fyrir sér og var fljótur að skilja, einkum aðstæður, og vissi hverjum væri
gott að múta og hverjum ekki. Þótt Levi segi það ekki beinlínis virðist sem
þeir hafi bætt hvor annan upp. Báðir þóttust þeir vita að ekki væri hægt
14 Primo Levi: Se questo é un uomo, bls. 11: [...] cittadino italiano di razza ebraica.
19