Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 24
ALFRUN GUNNLAUGSDOTTIR
I bókinni Býr Islendingur hér? gerir Leifur töluvert úr s-akleysi sínu. En
slíkt sakleysi virðist ekki vera fyrir hendi í bókinni Ifangabiíðum nazista.
Þegar sú bók var skrifuð var Leifur fyrir löngu búinn að glata jm' og sem
ungum manni hefur honum ekki verið í mtm að halda því á loftd og ger-
ir það ekki. Og kannski hefur hann ekki verið eins saklaus og hann telur
síðar á ævinni. Strax eftir handtökuna hefur hann rænu á að koma því svo
fyrir, þar sem hann getur ekki látið vita af sér, að „leyniblöð“ í herbergi
hans verði fjarlægð. Honum tekst að lauma skilaboðum þegar farið er
með hann til að taka af honum ljósmyndir. Leifur vissi nefnilega að við
handtöku var yfirleitt gerð húsrannsókn hjá viðkomandi (16-20). Vegna
þessara „leyniblaða" heldur lesandi bókarinnar að Leifur hafi verið tek-
inn höndum vegna þátttöku sinnar í andspyrnuh reyfi ngunn i norsku.
Hann skýrir hvorki hvernig á þ\'í stóð að hann var eigandi sfikra blaða
eða hver ástæðan var fyrir handtöku hans. Sú ástæða kemur hhis vegar
ffam í Býr Islendingur hér? og var örlítið annars eðlis en lesandi fyrri bók-
arinnar hefði getað ímyndað sér. Þá kemur í ljós að Leifur hafði tekið að
sér, þótt ekki væri það vani hans, að dreifa andspyrnublöðum milli \ina
og kunningja, og átti vænan stafla af þeim í herbergi sínu. Marnfi skilst
að hann hafi aðeins tekið að sér að gera það í þetta eina sinn (Býr Isl.
65-67). Ljósmyndaranum tókst að fjarlægja blöðin og komu þau hand-
töku Leifs ekkert við. Eins og Primo Levi vissi Leiffir hvers vegna hann
hafði verið hnepptur í varðhald og að það var ekki neinni tilviljun háð.
Þótt ekki fari af því neinum sögum hlýtnr hann að hafa nagað sig í hand-
arbökin. Primo Levi hafði reynt að taka þátt í andspyrnuhreyfingunni ít-
ölsku og þótt hann misreiknaði sig og teldi öruggara að segja að hann
hefði verið uppi í fjöllum vegna þess að hann væri gyðingur í felum, eru
það eðlileg viðbrögð og engin ástæða til sjálfsásökunar. Andspymumenn
voru ekki teknir neinum vettlingatökum eins og Jorge Semprún fékk að
reyna. Það vissi Leifur líka, og þótt hann gæti ekki verið alveg \úss um að
andspyrnublöðin ættu ekki hlut að máli, gat hann verið nokkurn veginn
viss um að lausmælgi hans sjálfs ætti drýgstan þátt í handtöku hans. Og
það hlýtur að hafa verið afar sár tilhugsun. Hann finnur til sektarkennd-
ar gagnvart foreldrum sínum og Vilhjálmi Finsen (Býrlsl. 209). En hann
grunar ekki Olaf Pétursson. Hami grunar að fjölskylduvinurinn Egil
Holmboe, sem fylgt hafði Hamsun á frægan fund með Hitler sumarið
1943, hafi sagt til sín (Býr Isl. 216). Að minnsta kosti lagði Leifur ffam
kæru á hendur Holmboe, eftir stríðið, og var hún ein af kærunum í mál-