Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 32
ÁLFRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR
Litlu myndimar í bókmni era eftir filmum, sem stolið var úr
myndasafninu í Sachsenhausen-fangabúðunum. Það gerði
myndasmiður einn, sem fengið hafði það starf ásamt öðrum að
evðileggja mjmdimar, vegna þess hversu hættulegt sönnunar-
gagn myndimar gátu verið, ef Rússar næðu þeim. (7)
Leifur skýrir svo frá því í Býr íslendingur bér? að sá sem hafði þann starfa
að mynda fangana og var fangi sjálfur, hafði tekist að stela filmum og bað
Leif sérstaklega um að koma þeim fyrir almenningssjónir. Leifur tók
áreiðanlega töluverða áhættu þegar hann samþykkti að smygla filmunum
út úr fangabúðunum. Myndimar sem Leifur fór með eru þær einu sem
varðveist hafa úr skjalasafhi SS í Sachsenhausen: „Það staðfestu forstöðu-
menn Sachsenhausen-safnsins sem ég hitti síðastliðið vor. Sagnfræðing-
ar á þeirra vegum sem fengu myndirnar til eftirtöku áttu ekki orð til að
lýsa undrun sinni þegar þeir sáu þær“ (Býr ísl. 190).
Fleira ýtti undir það að Leifur tók sér fýnir hendur að skrifa um fanga-
vist sína: „[...] en vegna áhugans sem fólk hafði á reynslu minni ákvað ég
þó að setjast niður í nokkrar vikur og skrifa bók um búðimar" (Býr Isl.
212).
Leifur kveður ekki upp úr með það, eins og Primo Levi, að honmn
hafi verið í mun að bera vitni, en kemst þó býsna nálægt því þegar hann
segir:
Mér er það sérstaklega minnisstætt að í raun og vem var það
ekki sjálfur dauðinn sem mér þóttd verst að horfast í augu við.
Verra þótti mér ef ég léti lífið án þess að geta sagt fólkinu
heima á Islandi hvernig Þjóðverjar hefðu farið með fangana í
Sachsenhausen. (Býrlsl. 150)
Réttlætiskennd býr hér að baki og fyrirffamhugmynd um viðbrögð ann-
arra, en sú hugmynd átti efdr að bíða skipbrot hjá Leifi.
Eins og ffam er komið virðist fólk hafa haft áhuga á upplifun og
reynslu Leifs í fangabúðum Þjóðverja. Hann áttaði sig ekki á að sá áhugi
risti grunnt, menn kærðu sig aðeins urn að fá að vita það sem þeir þoldu
eða vildu heyra (Býr Isl. 212). Og bók Leifs / fangabúðum nazista virðist
ekki hafa vakið mikla athygli. Islendingar gerðu sér ekki grein finir
hversu mikilvæga frásögn þeir vora með í höndunmn.
Bók Leifs Muller er áreiðanlega meðal hinna fyrstu sinnar tegundar í
3°