Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Qupperneq 35
INAVIST DAUÐANS
Fangar voru ekki aðeins teknir af lífi í gasklefanum í Sachsenhausen, þeir
voru einnig hengdir eða skotnir, auk þess sem þeir dóu úr sjúkdómum,
hungri, af illri meðferð og pyntingum, eða „læknatilraunum“. Lík-
brennsluofnamir höfðu meira en nóg að gera. Leifur Muller tekur sér-
staklega fram í Býr Islendingiir hér? að um eitt atriði hafi hann þagað í bók
sinni I fangabiiðum nazista. Hann þagði um að fyrir aukaskammt af súpu
hafi hann ekið á kerru líknm sem áttu að fara í ofnana (Býr Isl. 134-135).
„I þeim sporum hafði ég engan áhuga á að ljóstra of miklu upp um neyð-
ina sem ég gekk í gegnum“ (Býr Isl. 212). Hann var kominn býsna langt
ffá syni Lorentz H. Mullers,19 stórkaupmanns í Reykjavík, sem lærði sér-
staklega að dansa hjá einkadanskennurum til að verða gjaldgengur í lúx-
usferð á norska farþegaskipinu Stella Polaris (Býr Isl. 21). Með líkburð-
inum var ekki hægt, að mati Leifs, að lúta öllu lægra. Aðstæðurnar sem
hann vann það verk við voru svo skelfilegar að varla var unnt að lýsa því.
Þegar hann var búinn að aka lfkunum í líkkjallararm, tóku aðrir við og
fóru að tína af þeim allt „nýtilegt“ svo sem gull úr tönnum og aðrar fyll-
ingar. Lík voru hráefhi sem hægt var að græða á.
Leifi verður einmitt tíðrætt í Býr Islendingur hér? um skömm og sekt-
arkennd, ekki aðeins meðan á fangavistinni stóð, heldur líka seinna á æv-
inni. Hún leiddi svo til vanmats á honum sjálfum. I huga Leifs var fanga-
vistin fyrst og fremst niðurlæging sem erfitt var að horfast í augu við (Býr
Isl. 253). Fangamir voru þrælar. „Við vorum eins og skepnur, lifðum eins
og skepnur og hlýddum (viljalaust) eins og skepnur“ (162, Býr Isl. 186).
Og þegar hann var kominn út þaðan þótti honum erfitt að horfast í augu
við að hann væri „fyrrverandi fangi“ (Býr Isl. 209), nokkuð sem Primo
Levi stóð á sama um og gerði beinlínis í að halda á lofti. Jorge Semprún
var hins vegar sama sinnis og Leifur. Þegar Leifur var búinn að að skrifa
bók sína I fangabúðum nazista, taldi hann sig hafa sagt sitt síðasta orð um
þá reynslu og ætlaði að gleyma henni (225). „Eg einsetti mér að hugsa
ekki ffamar um þessi ár, þurrka þau burt úr huganum og horfa einungis
fram á veginn“ (Býr ísl. 212). Hann áttd samt efdr að tala um þau ár við
Garðar Sverrisson í Býr íslendingur hér? Undirtitill bókarinnar er: Minn-
ingar Leifs Muller. Þetta eru þó ekki beinlínis æviminningar, enda farið
fljótt yfir sögu þegar kemur að árunum sem við tóku eftir dvölina í fanga-
19 Leifur brejTld ættamafni sínu Miiller í Muller, vegna þess að hann gat ekki hugsað
til þess að fólk kynni að ímynda sér að hann væri Þjóðverji (Býr Isl. 212). Foreldrar
Leifs vora norskir að uppruna.
33