Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 37
I NAVIST DAUÐANS
lega ekki haft nokkum ávinning af því, þvert á móti. Holmboe var sýknað-
ur af kæru Leifs, en dæmdur í átta ára fangelsi fyrir störf sín í þágu Þjóð-
verja og eigin þágu. Leifur átti eftir að rekast á Holmboe um áratug síð-
ar við búðarglugga í Austurstræti. Hann var þá orðinn íslenskur
ríkisborgari og starfaði fyrir bandaríska herinn á Miðnesheiði! (Býr Isl.
214,220).
Leifur var sannfærður um að Holmboe hefði sagt til sín þangað til hann
fékk fregnir af því að íslensk stjómvöld stæðu í stappi við Norðmenn um
að fá Olaf Pétursson leystan út haldi, en hann var dæmdur í Noregi 31.
maí 1947 til tuttugu ára hegningarvinnu fyrir að hafa verið uppljóstrari
Þjóðverja. Atti hann að hafa svikið ijömtíu og fimm manns í hendur Gest-
apo, en af þeim létu svo níu lífið.20 Islensk stjómvöld lögðu fast að norsk-
um stjómvöldum að fá Ólaf leystan úr haldi, og það endaði með því að
Norðmenn létu undan og vísuðu honum úr landi. Þremur mánuðum eft-
ir að dómur hafði verið kveðinn upp í Noregi yfir Ólafi var hann kominn
á stjá á götunum í Reykjavík og bar höfuðið hátt. Er það með ólíkindum
að norsk stjómvöld skyldu sleppa slíkum manni og með enn meiri ólík-
indum að íslensk stjómvöld skyldu leggja sig í ffamkróka um að fá slíkan
mann leystan úr haldi. En hugmyndir Islendinga tun réttarfar og réttlæti
hafa ekki alltaf farið saman við hugmyndir annarra þjóða.
Eins og nærri má geta var Leifi Muller bmgðið, hann sannfærðist um
að það hefði verið verið Ólafur sem sagði til hans, en það var auðvitað
aldrei nema grunur. Eins og í pottinn var búið var vonlaust að ætla að
gera eitthvað í málinu. I Býr Islendingiir hé?-? lætur Leifur sér nægja að
geta þess að honum hefði ekki þótt verra ef íslensk stjórnvöld hefðu haft
jafnmiklar áhyggjur af sér í Sachsenhausen og þau höfðu af Ólafi Péturs-
syni í höndum norskra yfirvalda. Að sögn móður Leifs hafði utanríkis-
ráðune}Tið hér á landi takmarkaðan áhuga á örlögum sonar hennar (Býr
Isl. 225). Það er ekki erfitt að geta sér þess til að Leifi hafi þótt miður að
ákæra rangan mann, Egil Holmboe. Einnig að réttlætiskennd hans hafi
beðið hnekki. Að segja öðrum frá þegar heim kæmi hafði verið eitt af því
sem knúði hann áfram í Sachsenhausen og var auðvitað bundið von um
skilning og einhverskonar réttlæti. Nú hafði sú hugmynd verið fótum
troðin og hefur áreiðanlega átt þátt í að grafa undan sjálfstrausti Leifs.
En sjálfstraust byggist að nokkm leyti á trausti á umhverfi sínu.
20 Ásgeir Guðmundsson: Berlínarbhís, Bókaútgáfan Skjaldborg, Reykjavík 1996, bls.
11-83.
35