Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Side 40
ALFRUN GUNNLAUGSDOTTIR
1961 að Jorge Semprún skrifaði sína fyrstu bók og byggðist hún á reynslu
hans í Buchenwald. Bókin varð til vegna ytri aðstæðna. Margir félaganna
sem störfnðu með honum neðanjarðar í Madrid voru tefcnir fastir, heilu
hópamir, og þar sem hann skipulagði þessa starfsemi og bar ábyrgð á
henni, varð hann að láta sig hverfa um stundarsaldr. Semprún lokaði sig af
í íbúð sem kommúnistaflokkurinn spænski hafði útvegað honum
(256-257, 260). Bókin sem hann byrjaði að skrifa 1961 var skáldsaga. Hún
var gefin út í Frakklandi 1963, enda upphaflega skidfuð á frönsku og auk
þess bönnuð á Spáni, svo að til lítils hefði verið að skrifa hana á spænsku.
Titill skáldsögunnar er Le long voyage (Ferðin langa). Fleira en fangelsun
manna í Madrid kann að hafa stuðlað að þ\d að Semprún fór að skrifa. Til
dæmis sú staðreynd að farið var að fjara undan honum í kommúnista-
flokknum. Hann var rekinn úr honum 1964 af formanninum, Dolores
Ibárruri, sem einu sinni hafði verið kölluð La Pasionaria.
Semprún hafði ekfci kært sig um að fylgja flokksforystunni að málum.
Að hans álitri var hún orðin veruleikafirrt og stöðnuð og hafði ekki fylgst
nógu vel með breytingunum sem orðið höfðu á Spáni, enda ekfci komið
til landsins í meira en tuttugu ár.24 Eftir brottreksturinn úr flokknum
sneri Semprún sér alfarið að ritstörfum og skrifaði bæði skáldsögur og
bækur sem byggðu á endurminningum hans sjálfs. Hann skrifaði einnig
handrit að kvikmyndum sem urðu frægar á sínum tíina. La guen-e estfmie
sem Alain Resnais leikstýrði og svo að tveimur myndum efrir Costa-
Gavras, Z, sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu gríska rithöfundarins
Vassili Vassilikos, og La confession sem er byggð á vitnisburði og frásögn
tékkneska höfundarins Arturs London.
En Semprún hafði ekfci sagt alveg skilið við pólitíkina, þótt hann væri
óflokksbundinn. Hann gerðist menningarmálaráðherra Spánar 1988-
1991, og var haft á orði að blóðið rynni honurn til skyldunnar, en móð-
urafi hans, Antonio Maura, varð fimm sinnum forsætisráðherra Spánar.
Semprún hefur aldrei notað móðurnafn sitt, en fnllt nafh hans er Jorge
Semprún Maura.25 Efrir þriggja ára setu í stjórn Felipe González, neydd-
ist hann til að hætta vegna togstreitu og valdabaráttu innan spænska sós-
ialistaflokksins og sneri aftur heim til Parísar.
Af höfundum bókanna sem hér eru til umfjöllunar, er Seinprún sá eini
24 Jorge Semprún: Autobiografía de Federico Sánchez (Sjálfsævisaga Federico Sánchez),
Editorial Planeta, Barcelona 1977.
25 A Spáni bera menn ættarnafn bæði föður og móður, og er föðurnafnið sett á undan.
38