Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Síða 52
ÁLFRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR
rankar við sér man hann ekki neitt, líkt og hann hafi stigið upp úr
„neind“, og finnur til líkamlegrar vellíðunar, ósegjanlegrar hamingju.
Þetta var gleymskan hrein og tær. En svo fékk Semprún allt í einu minn-
ið aftur og skildi þá að minningin urn komuna i brautarstöðina í Buchen-
wald hefði orðið svo yfirþyrmandi að honum fannst eins og hami hefði
hrokkið af lestinni við hundgá og öskrin í SS-mönnum (231-237). Var
það kannski ástæðan fyrir stökkinu? Lestin rann inn á stöð ...
Eins og fram er komið ræðir Semprún lítið um aðbúnað í Buchenwald
og ofbeldi það sem menn voru beittir. En dauðinn vokir }dir. Semprún
lokaði ekki augunum á kennara sínum og vini, Maurice Hall)wachs, sem
dó úr blóðkreppusótt. Skömmu áður en hann dó hafði Semprún farið að
heimsækja hann og fundist ástæða til að fara með bæn við koju hans, bæn
yfir dauðvona manni, en vildi ekki að hún væri af trúarlegum toga, svo að
hann brá á það ráð að fara með kvæði eftir Baudelaire. Þótt mjög væri
dregið af Halbwachs brosti hann og bróðurþel skein úr svipnum. Næst
þegar Semprún kom tál Halbwachs var hann orðinn rænulaus og tveim-
ur dögum síðar fékk hann lista á Arbeitsstatistik yfir þá sem höfðu látist.
Númer Halbwachs var á þeim lista. Semprún leitaði að spjaldi og þurrk-
aði út nafn hans (35-37, 56).
Nokkuð svipað gerðist með félaga hans og landa, Diego Morales, sem
komið hafði til Buchenwalds frá Auschwitz. Hann fékk blóðkreppusótt
líkt og Halbwachs og varð öskureiður, fannst óréttlátt, eftir allt sem hann
hafði gengið í gegnurn, að hann væri að „drepast úr skitu“, eins og hann
orðaði það. Morales hafði flúið með repúblikanahernum spænska undan
her Franco yfir Pyreneafjöllin, verið í flóttamannabúðum í Frakklandi,
strokið þaðan og gengið í frönsku andspyrnuhreyfinguna. Semprún
þuldi kvæði yfir honum í stað bænar, eins og hann hafði gert við Halb-
wachs, en það kvæði var eftir perúanskt ljóðskáld, César Vallejo. Síðan
lokaði hann augum Diego Morales (207—209). Semprún leit svo á að
hann hefði lifað dauða hans.
Það fannst honum líka hvað snerti þýskan hermann sem hann hafði
tekið þátt í að deyða. Tveir ungir andspyrnumenn í Frakklandi, Semprún
og Julien sátu fyrir Þjóðverjum, það er að segja, töldu sig sitja fyrir
nokkrum þýskum hermönnum, en það birtist aðeins einn á mótorhjóli
sínu. Hermaðurinn steig af því og fór allt í einu að syngja. Það var ekb
með á prógrammi þeirra Julien og Semprún, þeir miðuðu, en Semprún
féllust hendur. Hermaðurinn var að syngja spænskt lag, La paloma, að
5°