Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 54
ÁLFRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR
Blöðin þau urðu svo upphafið að bókinni sem lesandinn er með í hönd-
unum, L’écriture ou la vie. Hún hefst einmitt á komu þriggja offiséra
Bandamanna til Buchenwalds, og þeir taka Semprún tali. Hann er stadd-
ur innan búðaxma. Um það bil sem frásögn hans lýkur er haim einnig
staddur innair þeirra og leggur hönd á öxlina á Thomasi Landman.
Semprún skilur við sjálfan sig og lesandann í Buchenwald.
Hann er sama sinnis og Primo Levi, að ekkert fyrir utan búðimar sé
raunveraleiki. Lífið utan þeirra sé aðeins dramnur, tálsýn.’0 Allt hafi
byrjað í fangabúðunum og haldi áfram þar. Þegar Buchenwald-fanga-
búðimar höfðu verið opnaðar þáði Semprún boð bandarísks offiséra að
fara með honum í skoðunarferð til Weimars og þótti honum það bæði
fróðlegt og skemmtilegt, en langaði samt að snúa aftur til Buchenwalds
og félaga sinna (121). Og þegar hann kom afmr þangað 1992 vissi iiann
að hann þ}Tfd ekki að skilja vonina eftir rið hhð þessa vítis, heldur elhna,
vonbrigðin, mistökin sem hann hafði gert í lífinu, og að þessu leyti væri
hann kominn heim þar sem allt hafði byrjað (311). Með öðruin orðmn,
hring er lokað.
Semprún virðist ekki í vafa um hvers vegna Primo Levi greip til þess
óyndisúrræðis að svipta sig lífi. Það var að hans mati angist sem hann
þekktd vel sjálfur og birtist í draumi eins og hjá Leri (254). Sú tilfinning
að hann hefði aldrei komist burt úr fangabúðunum og mmidi aldrei fara
þaðan. Það sem hann hélt að gerst hefði eftir það hafði ekki verið arntað
en draumur og hann mundi vakna upp í Buchenwald. I imui dramni
Levi, sem hann segir frá í lok bókarinnar La tregua, hrundi allt mnhverf-
is hann, en í hinum }Tri draumi hans kallaði skipandi rödd erlent orð sem
allir óttuðust en áttu samt von á: Wstawaé! A lappir! (325). Röddin sem
Semprún heyrði í sínum draumi, var ekki síður skipandi og ofsafengin og
barst um hátalara (170): Slökladð á líkbrennsluofnunmn! Krematorimn
ausmachen! Ki'ematorium ausmachen!
Draumurinn um dauðann í miðjum draumi lífsins.
30 Levi og Semprún skírskota hér til frægs spænsks leikrits frá 17. öld sem heitir La
vida es sueiio (Lífið er draumur) efrir Calderón de la Barca. Að deýa, samkvæmt kaþ-
ólskum hugmjmdum Calderón, er að vakna til nýs lífs, sein er þá hið raunveralega
líf, líf eilífðarinnar. Slíkum hugmtmdum er auðvitað ekki til að dreifa hjá Levi og
Semprún.
52