Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 56
ULFHILDUR DAGSDOTTIR
bringu, með hvítt fl-axandi hár og íklædd hvítum blúndum. Augun eru al-
hvít, Hkt og snúin í tóttunum, tunhverfis þau sést í bleika húð og varirn-
ar eru sömuleiðis bleikar, hálfopnar svo rétt glittir í smáar og hvassar
neðri tennur. Hún heldur á hníf sem ber við varirnar í greinilegri ógnun;
munnur hennar er vígtenntur hnífum. Ef við tökum myndlíkinguna emt
lengra má hugsa sér að hnífsskeftið, sem er utan mjmdar, liggi niður á
milli brjósta hennar, og gefi til kynna að kynferði stúlkunnar - sem
stendur ljóslega til boða, eins og hálfopnar varimar em til marks um - sé
sömuleiðis vígbúið. Þá vísar það til myndmáls hinna tenntu legganga,
vagina dentata. Neðst á síðunni stendur stómm grænum stöfum: Zomb-
ie! Fyrir ofan em tveir borðar með letri: „Films, bands, art...“, „Why are
the undead suddenly so hot?“ eða „Kvikmyndir, hljómsveitir, list...“,
„H\h em hinir lifandi dauðu skyndilega svo vinsælir?“ Þegar lesandi leit-
ar svars við þessari spumingu í blaðinu er árangurinn rýr. Fyrir miðju
blaði er umfjöllun um nána framtíð ársins 2003 og ber undirskrifdna
„átta hreyfingar sem munu gera þetta ár skemmtilegra“. Fyrst þeirra er
zombían, síðan taka bensínhausar við, kommúnistar, skrípaleikur, eitur-
lyfjablöðmr, sjóræningjar, kynjablandarar og viðvaningar. I textanum mn
zombíuna er vitnað í Spike Fee sem segir alla vera að tala um zornbíu-
kvikmyndir: 28 Days Later, kúreka zombíur í Fevi’s auglýsingu, faðir
zombíumyndanna, George Romero, fær pening til að gera sína fjórðu
zombíumynd, leikstjórinn og tónlistarmaðurinn með viðeigandi nafinið
Rob Zombie er að senda frá sér Honse of 1000 Corpses og tölvuleikurinn
House of the Dead verður gerður að kvikmynd. Hrollvekjuhljómsveitir
með nöfh eins og The Motherfuckers og Zombina and the Skeletons
hafa risið úr gröfum sínum og halda tónleika uppáklædd og ógna áhorf-
endum. Svo hvað gengur á? spyr The Face, hvers vegna er verið að end-
urútgefa mynd Romeros, Dawn ofthe Dead? „Það virðist bara vera eitt-
hvað við mynd af flokkum heiladauðra neytenda sem hrasa í gegnum
risastórar, sálarlausar verslunarmiðstöðvar sem hefur merkingu fyrir
áhorfendur ársins 2003.“
I
Ekki mikil útskýring það. Vissulega er ein frægasta túlkunin á zombíum
sú, að þær séu táknmynd nútímaneyslusamfélags og að þessi ffæga sena
úr mynd Romeros sé raunsönn lýsing á neytendum í gnægtasamfélaginu
54