Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Side 58
ULFHILDUR DAGSDOTTIR
- það er, okkur öllum í vestrænu samfélagi.2 Samkvæmt þessu erum tið
orðin heiladauð af auglýsingum og öðrum skilyrðingum kapítalismans og
tilvera okkar hverfist einungis um hamslausa og hugsunarlausa neyslu,
líkt og tilvera zombíanna snýst einungis um hamslaust og hugsunarlaust
át á maxmakjöti.3
Túlkun Alatthíasar Viðars Sæmundssonar er á svipuðum slóðum, en
hann sér zombíuna í fitrstu zombíumtmd Romeros, Night of the Living
Dead (1968) sem táknmynd niðurrifs og tómhyggju í nútímasamfélagi,
samfélagið er í rúst og öll gildi hrunin.4 Ftuir Vdlliam Paul er zombían
aftur á móti fulltrúi þeirra sem minna mega sín, fátækra og þeirra sem
eru utanveltu í valdastrúktúr samfélagsins. Nú hafa þeir tekið sig saman
og ráðast gegn gildum smáborgaranna sem re\ma örvæntingarfullt að
loka sig af í verslunanniðstöðinni, en hún er að sjálfsögðu táknræn finir
velferð og lífstíl miðstéttarinnar.5 David J. Skal tengir uppgang zombí-
unnar á sjöunda og áttunda áratugnum tdð hemaðarbrölt, en líkt og fleiri
hefur hann bent á að mynd Romeros kemur íram á sama tíma og
Víetnamstríðið geisar. I viðtali tdð Tom Savini, manninn á bak \ið brell-
urnar í Dawn ofthe Dead (1979) og Day of the Dead (1985) sem ekki gat
séð um þær í Night ofthe Living Dead vegna þess að hami var þá að berj-
ast í Víetnam, kemur fram að fýrirmynd hans fyrir þá fullkomnu líkam-
legu sundrun sem Dawn er fræg fyrir kemur úr þeim hörmmigum sein
hann horfði upp á í stríðinu.6
I öllum tilfellum er zombían tákn sálarleysis og andleysis, hruns gilda
hins vestræna samfélags. Sem slík er hún yfirleitt álitin mest fi-áhrindandi
af þeim skrímslum sem skreyta sögu hrollvekjtumar í kvikmyndum eins
2 Sömuleiðis virðist ieikstjóri 28 Days Later, Dannv Bovle, álíta að nmtd hans sé ekki
hrollvekja, heldur „mynd um okkur, og við erum oft hndlileg" og á þá tið mann-
k}mið almennt. Sjá „Bandaríkjamenn með Zombie-æði“, Fréttablaðið 4. júlí 2003.
3 Þetta viðhorf kemur meðal annars fram í Zombíljóðum Sigíuss Bjartnvarssonar frá
1993.
4 Matthías Viðar Sæmundsson, „Námyndir: Um hryllingsgerð í k\ikmi,>ndum“, í
Heimi Kvikmyndanna, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík, Forlagið og art.is 1999. Sjá
einnig grein R.H.W. Dillard um Night ofthe Living Dead, en hann ræðir myndina
einnig út ffá níhílisma og óttanmn við hið venjulega. I American Horrors: Essays on
the Modern American Hoiror Film, ritstj. Gregory A. Waller, Lfrbana and Chicago,
University of Illinois Press 1987 (skrifuð árið 1973).
5 Wilham Paul, Laughing Screatning: Modeni Hollyuwod Hoiror and Comedy, New York,
Columbia University Press 1994, bls. 396.
6 DavidJ. Skal, The Monster Show: A Cultural History ofHoiror, London, Plexus 1994,
bls. 307-311.
56