Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Síða 61
„DAUÐI! MAÐUR ER VERÐLAUNAÐUR MEÐ DAUÐA!“
samræði. „Kinký“ segir hann, „mér líkar þær kinký“. Hann endar svo í
tætlum. Kannski er hér komin íýrirmyndin af forsíðu The Face?
II
Zombían er um margt skyld vampýrunni, sem er einnig Hfandi dauður Kk-
ami. Sérstaklega jókst skyldleikinn efdr að zombíunni sló saman við náæt-
una og gerðist mannæta rétt eins og vampýran. Zombían á sér sína sögu
sem nær aftur þnir sögu kvikmyndarinnar eins og vera ber um svo tákn-
bært skrímsb. Upphaflega er tabð að mýtan um zombíuna hafi myndast á
eyjum í Karabíska hafinu, sérstaklega Haiti, á tímum þrælahalds franskra
nýlenduherra. Afrískir þrælar fluttu með sér sín trúarbrögð og galdra og í
bland við kaþólska trú varð til nýtt fyrirbæri, vúdú. Iðkendur vúdú trúðu
því að bægt væri að ná taki á sál manneskjunnar og fanga hana. A meðan
væri bkaminn á valdi þess sem sábna fangaði og nýttist sem þræb hans.
Þessu var til dæmis náð ífam með svokabaðri vúdú-dúkku, sem galdramað-
urinn lagði álög á. A síðari tfmnm kom ífam sú kenning að zombían væri
undir áhrifum frá lyfi, dufd nokkru sem skapaði aldofa í vitund fómar-
lambsins og gerði það að heilalausu verkfæri í höndum annarra. Svo virðist
sem þetta bragð hafi bæði verið tíðkað af þrælahöldurum og galdramönn-
um þrælanna sjálfra. Dauðinn er því ekki endanlegur, hann býður ekki upp
á lausn undan þrælahaldinu, dauðinn í þessu tilfebi felur í sér enn meiri
niðurlægingu, enn fúUkomnari yfirráð yfir ‘Ufi’ einstakbngsins.
Þetta viðfangseffú var tekið upp í hrylbngsmyndum á fyrri hluta tutt-
ugustu aldar, sem flestar vora í klassískum gotneskum anda, en þess ber
að geta að öfugt við helstu skrímsb kvikmyndasögunnar, Drakúla, Fran-
kenstein og varúlfinn, á zombían sér ekki upprunasögu í bókmenntum,
heldur birtist hún fyrst á hvíta tjaldinu.8 Best þekktu myndimar frá þess-
um fyrstu árum era líklega White Zombie (Victor Halperlin 1932) með
Bela Lugosi og I Walked With a Zombie (Jacques Toumeur 1943), en
einnig má nefna Isle ofthe Dead (Mark Robson 1945).9 White Zombie tek-
ur upp þrælahaldslíkinguna og segir ffá illum plantekraeiganda sem
8 Því má halda fram að mynd Robert Wiene, Das Cabinet Des Dr. Caligary (1919) sé
fyrirrennari zombíumynda, en þar er aðalskaðvaldurinn einskonar svefngengill á
valdi illmennis.
9 Sú mynd er einna áhugaverðust frrir það að vera byggð á málverki, nánar triltekið
myndinni Isle of the Dead eftir Amold Böcklin, frá árinu 1880 (endurgerð í fjölda út-
gáfa næsta áratug á eftir).
59