Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 62
ULFHILDUR DAGSDOTTIR
heldur zombíska þræla. Fáir vita hinsvegar að I Walked With a Zovibie er
einskonar aðlögun á Jane Eyre, þar sem brjálaða konan á háaloftanu er nú
zombía sem söguhetja vor reynir að hjálpa.
I þessum myndum er kláriega vísað til hinnar karabísku zombíu, enda
gerast White Zombie og I walked with a Zotvbie báðar á því svæði. Sú gerð
zombíunnar hefur sést minna síðan George Romero breytti zomb-
íumýtunni varanlega með myndum sínum. Þó hefur hin þjóðsögulega
zombía skotið upp kollinum aftur, eins og í mynd Wes Craven, The Serp-
ent and the Rainbow (1988), en hún fjallar um lyfið sem skapar aldofa.
Einnig má nefna sjónvarpsþætti Lars von Triers, Riget (1994 og 1997), en
þar bregður þessu dufti og notkunarmöguleikum þess fyrir.
En, það er sem sagt zombíu þríleikur (bráðum verða myndirnar fjór-
ar) Romeros sem endurskapar zombíuna og færir hana í nýtt form og inn
í nýja tíma, lausa við galdur og hrekkjabrögð. Eins og áður sagði hefst
myndaröðin á því að geislavirkum úrgangi rignir á jörðina með þeirri af-
leiðingu að dauðir ganga aftur. Sundurleitur hópur fólks leitar skjóls í
yfirgefnum sveitabæ. Night ofthe Living Dead er fræg fyrir tvennt. Ann-
arsvegar fyrir þá sundrun hefðbundinna gilda sem einkenna hana: Barn
breytist í zombíu og étur foreldra sína, unga huggulega parið, sem í
klassískum hrollvekjum er fólkið sem lifir af, ætlar að uppfylla kvik-
mjmdasögulegt hlutverk sitt og bjarga máltmum hetjulega, en deyr þeg-
ar bíll þess springur og zombíunum er boðið til grillveislu. Hinsvegar
fyrir návist blökkumanns, sem reynist aðalhetja myndarinnar, og sá eini
sem lifir af- bara til að vera skotinn niður af hinu háheimska riddaraliði
grófra og þröngsýnna lögreglumanna, sein álíta hann zombíu - eða
hvað? Og þar erum við komin hringinn aftur til Haiti og meðferðarinn-
ar á blökkufólki. I mynd númer tvö, Dawn, flykkjast allir í kringluna, og
í þeirri þriðju, Day, hafa eftirlifendur komið sér fyrir í herbúðum, sem
reynast minna skjól en til stóð. Astandið versnar stöðugt og nú eru
zombíurnar orðnar gersamlega stjórnlausar og mannkyn í minnihluta.
Þessar myndir urðu gífurlega áhrifaríkar og fjölmargar eftirhermur
fylgdu í kjölfarið, svo sem áðurnefnd Retnrn ofthe Living Dead sería. Auk
þess höfðu myndirnar áhrif á hrollvekjuskitf, en fjölmargar skáldsögtir
og smásögur hrollvekjunnar eru undir greinilegnm áhrifum frá þessum
myndum, eins og sést berlega í tveimur smásagnasöfhum, Book of the
Dead (1989) og Still Dead: Book of the Dead 2 (1992), sem þeir félagar og
starfsbræður John Skipp og Craig Spector ritstýrðu, en þau eru beinlín-
6o