Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Side 69
„DAUÐI! MAÐUR ER VERÐLAUNAÐUR MEÐ DAUÐA!“
sveipu líkömum zombíanna, sem hugsunarlaust eyða öllu lífi í sínum
fullkomna tilvistardoða.
Ollum gildum er snúið á haus og því mætti hugsa sér að hér sé á ferð-
inni róttæk höffiun á feðraveldinu, eins og til dæmis í Retum III þar sem
uppreisn zombíanna fer saman við algera höffiun á föðurnum og því sem
hann stendur fyrir, sjálfum hernum. Barry Keith Grant er einn af þeim
fræðimönnum sem álítur að í zombíumyndum felist róttæk gagnrýni og
höffiun á feðraveldi. I grein um 1990 endurgerðina á Night ofthe Living
Dead lýsir hann því hvernig breytingarnar sem gerðar voru á handriti og
sérstaklega endalokum þeirrar myndar undirstrika að zombían er óvinur
feðraveldisins. I endurgerðinni er það kona, Barbara, en hún lá í öngviti
af skelfingu út alla gömlu myndina, sem nú er aðalhetjan og sú eina sem
lifir af, aðeins til að upplifa enn frekari hrylling þegar hún hittir fyrir
herlið sem reynist lítt riddaralegt og minnir í raun mjög á zombíur.
Astæðan fyrir því að allir aðrir í húsinu farast er sú að karlmennirnir
standa í stöðugri valdabaráttu og með því að sýna fram á gjaldþrot karl-
mennskunnar bæði meðal einstaklinga og hópa álítur Grant að myndin
bjóði upp á markvert femínískt sjónarhorn.1'
V
Þrátt fyrir að staða kvenhetjanna í 28 Days Later (Danny Boyle 2002)
(varist að rugla saman við 28 Days) sé ekki eins afgerandi og staða kon-
unnar í endurgerð Night er auðvelt að skoða þá mynd í álíka samhengi.
28 Days Later er samkvæmt The Face dæmi um auknar vinsældir zomb-
íunnar, en hún sló óvænt í gegn beggja vegna hafs. Myndin hefst á því
að umhverfisverndarsinnar brjótast inn í tilraunastofu í þeim tilgangi að
frelsa hóp apa sem vísindamenn eru að gera tilraunir á. Þrátt fyrir að ap-
arnir séu lítt frýnilegir hika hinir æstu hugsjónamenn ekki við að opna
búrin og undrast nokkuð þegar dýrin, fjarri því að taka frelsurum sínum
fagnandi, ráðast á þá og bíta. „Hvað hafið þið gert þeim?“ hrópa ung-
mennin hneyksluð og vísindamaðurinn svarar: „Við smituðum þá af
hreinni reiði.“ 28 dögum síðar vaknar ungur maður, Jim, úr dái á sjúkra-
húsi í Lundúnum. Spítalinn er auður og yfirhöfuð er Jim alveg eins og
17 Barry Keith Grant, „Taking Back the Night ofthe Living Dead: George Romero,
Feminism, and the Horror Film“, í The Dread of Dijference: Gender and the Horror
Film, ritstj. Barry Keith Grant, Austin, University of Texas Press 1996.
67