Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Síða 70
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
Palli sem var einn í heiminum þ\h hann sér ekki nokkurn mann á ferð
og síendurtekin hróp, „halló“, hafa engin áhrif. Eftir nokkurt rölt kein-
ur hann að kirkju og sér þar til mannaferða, nema mannaferðir þær
reynast zombíuferðir og Jim á fótum sínum fjör að launa. Astæðan fyr-
ir því að Barbara slapp í endurgerðinni á Nigbt var sú að hún sá að
zombíurnar voru fremur hæggengar, en það hafa þær verið allt frá dög-
um White Zombie. Zombíur kvikmyndanna hafa staulast áfram, dálítið
valtar, og mætti halda að doðinn nái jafnt til útdima sem heilastarfssemi.
Barbara hleypur þær því einfaldlega af sér. En ef hún hefði reynt það
sama í 28 Days Later hefði farið illa, því hér eru zombíurnar fráar á fæti
og hafa fyllilega við þeim lifandi.18 Sem betur fer fær Jim hjálp, þ\h ör-
fáar hræður hafa lifað af og haldast við í lítilli sjoppu. Þau ákveða að yf-
irgefa borgina í von um að finna fleiri á lífi, en á leiðinni týna þau töl-
unni, en bæta svo á sig tveimur manneskjum, miðaldra manni sem er
leigubílsstjóri og unglingsdóttur hans. Þegar þau heyra útsendingu her-
flokks sem býður vernd finnst þeim þau hafa himinn höndum tekið og
þau halda þangað sem útsendingin stefnir þeim (til Manchester). Þegar
á staðinn er komið smitast faðirinn af zombíusjúkdómnum og er drep-
inn og þá eru eftir auk unga mannsins, tvær stúlkur, ung eitdlhörð
blökkukona, Selena, og unglingsdóttir leigubílsstjórans. Herdeildin tek-
ur þau undir sinn verndarvæng, en það kemur fljótt á daginn að í hon-
um er lítið skjól, því aðalmarkmiðið með útsendingunum og boðinu um
skjól er að komast yfir konur. „Eg lofaði þeirn konum“ segir yfirmaður-
inn, og skýrir lítilmennsku sína með því að markmiðið sé að viðhalda
kynstofninum, mannkyninu. Afskaplega göfugmannlegt, fyrir utan það
að óskir kvennanna skipta ekki máli, auk þess sem það er fullljóst þegar
hermennirnir króa konurnar af að þeim er ekki viðhald kynstofnsins efst
í huga. Jim flýr og er talinn af, en eftir að hafa verið hálfdrættingur alla
myndina tekur hann sig á, gerist hetja á örlagastundu og bjargar konun-
um með því að siga zombíum á hermennina. Eftir að leigubílstjóradótt-
irin kemur yfirmanni herdeildarinnar fyrir með því að aka honum í
faðm æstrar zombíu sleppa þremenningarnir og koma sér fyrir á litlum
sveitabæ. I lok myndarinnar sjáum við flugvél sem flýgur yfir bæinn. Því
eins og Jim grunaði tókst að einangra pláguna \dð Bretland, sem er jú
þrátt fyrir allt eyja.
18 Þótt þær séu kannski ekki eins fimar og dansandi zombíurnar í tónlistarmjTidbandi
Michael Jacksons, Tbi'iller.
68