Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 77
MYNDIR AF LISTAMANNINUM ANDSPÆNIS DAUÐANUM
Smásagan er einn af þeim textum höfundarverksins sem gagnrýnendur
hafa tengt við lífseiga stefnuskrá Georgs Brandesar sem markaði upphaf
raunsæisstefnunnar.5 Sagan var nánast lesin sem uppskrift að smásögu
um konuna sem tekur örlögin í eigin hendur og nær á þann hátt að full-
nægja erótískri frelsisþrá sinni, þ.e.a.s. smásaga sem uppfyllir skilyrðin
fyrir umfjöllun um hina fórnfúsu móður. Þann lestur má raunar kalla
mikilvægan út frá myndunarsögu smásögunnar, þar sem hún kom út á
sama tíma og Brúðuheimilið, en leikritið var aðalumræðuefhi meðal
danskra menntamanna.6
Utgangspunkturinn í lestri mínum er undarlegur dauðdagi frú Fonns:
„I fimm ár lifðu Thorbrogger og kona hans hamingjusöm en þá veiktist
hún skyndilega. Þetta var hraðfara tæringarsjúkdómur sem gat ekki end-
að með öðru en dauða.“7 Það hversu óvænt sjúkdómurinn birtist veldur
því að hann öðlast upphafið vægi. Hvernig er hægt að réttlæta þennan
dauða út frá röklegu samhengi textans? Merete Kjoller Ritzu sem rann-
sakað hefur höfundarverk Jacobsens, lítur svo á að dauðinn snúist gegn
sjálfstæðisyfirlýsingu frú Fonns og þar með sem afneitun á frekar
ánægjulegum gangi sögunnar.8 * * Þessari skoðun vil ég mótmæla. Mér virð-
ist dauðinn einmitt styðja val frú Fonns á lífinu með Thorbrogger með
því að birtast í Kfi frú Fonn í fullkominni andstöðu við hamingju hennar
og sem hún getur mælt hana við. Það má orða þetta svo, að það sé ekki
fyrr en hún veikist að frelsisbarátta hennar tekst fyllilega þar sem þá öðl-
ast hún skilning á henni.
Túlkun mín er undir ahrifum frá þýska heimspekingnum Martin Hei-
degger. Hann er einn af þeim höfundum sem gagn er í að lesa í sam-
5 Stefnuskrá sú sem Brandes lagði fram í inngangi sínum að Hovedstr0mninger i det
19de Aarhundredes Litteratur fri. 1872 ogsem hann 11 árum síðar tók til endurskoð-
unar / Det moderne Gjennembrnds Mænd.
6 Sbr. Merete Kjeller Ritzu: „Fortælleperspektiv, forfatteridendifikation og lykkebeg-
ær i Fru Fonns". Nordica, árg. 1987, IV bls. 43.
„I fem Aar levede Thorbrogger og hans Kone lykkeligt, men saa blev hun pludselig
syg. Det var en hurtigt tærende Sygdom, der nodvendigvis maatte ende med
Doden.11 (185)
8 „Fortælleperspektiv, forfatteridendifikation og lykkebegær i Fru Fonns" bls. 43-46.
Dauðinn er ekki eina ómerkingin. Onnur dæmi eru „sú málamiðlun (að hún missir
sambandið við bömin sín) sem hún neyðist til að gera“ (45) og „eðli og náttúra
sjálfrar gimdarinnar“ (45), þar sem hún á við að þráin eða girndin hjá Jacobsen „...sé
oft líkast því að hún beinist að sjálfri sér, og það gæti með öðmm orðum virst sem
eins konar gimd ígimdina.11 (41 15. Skáletranir Ritzu)
75