Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Side 80
JENS LOHFERT J0RGENSEN
Sá sem á að deyja, kæru börn, er svo snauður; ég er svo snauð,
þ\'í öll þessa indæla veröld sem í svo mörg ár hefur verið ríki
mitt, blessað heimili, verður nú tekin frá mér, stóll minn verð-
ur auður, dyrunum verður lokað á mig og ég á aldrei efrir að
stíga fæti mínum þar framar. Þess vegna lít ég á allt með þá bón
í augnaráði mínu, að því mtmi líka við mig, þess vegna kem ég
og bið ykkur að elska mig af öllum þeim kærleika sem þið veitt-
uð mér einu sinni, því munið, að það að minnast, það er allur
sá hluti mannheima sem héðan í frá verður minn. Aðeins að
minnast, alls ekkert meira.
Eg hef aldrei efast um ást ykkar, ég vissi það svo vel, að það
var hin mikla ást ykkar sem olli ykkar miklu reiði; hefðuð þið
elskað mig minna, hefði ykkur líka veist auðveldara að sleppa
mér. Og þess vegna vil ég segja ykkur, að ef það gerðist einn
daginn, að sorgmæddur maður berði að dyrum ykkar til að tala
við ykkur um mig, tala um mig sér til huggunar, þá skuluð þið
minnast, að það er enginn sem hefnr elskað mig eins og hænn,
og að öll sú hamingja sem getur streymt frá hjarta einnar
manneskju, hefur farið frá honum til mín. Og bráðmn þegar
hinsta stóra stundin er upp runnin mun hann halda í hönd mér
þegar myrkrið kemur, og orð hans verða það síðasta sem ég
heyri ...
Verið sæl, ég segi það hér, en það er ekki sú kveðja sem verð-
ur síðust til ykkar, hana ætla ég að færa eins seint og ég þori, og
í henni verður öll mín ást fólgin, og þrár í mikinn fjölda ára, og
minningar frá því að þið voruð lítil, og þúsund óskir og þúsund
þakkir. Vertu sæll, Tage, vertu sæl, Ellinor, sæl að sinni ffam að
hinstu kveðju.
Ykkar móðir.“12
„Rjære Bum!" skrev hun, „at I vil læse dette Brev, det veed jeg, thi det vil ikke naa
Eder for jeg er dod. Vær ikke bange, der er ingen Bebrejdelser gjemt i disse Linjer,
kunde jeg kun faa dem til at ramme Kjærlighed nok!
Hvor Mennesker elske, Tage og Ellinor, lille Ellinor, der maa den altdd ydmyge
sig, som elsker mest, og derfor kommer jeg til Jer endnu en Gang, som jeg i Tan-
kerne vil komme til Jer hver Time paa Dagen saalænge jeg kan det. Den, der skal
do, kjære Born, er saa fattig; jeg er saa fattig, for hele denne dejlige Verden, som nu
i saa mange Aar har været mit rige, velsignede Hjem, den skal tages fra mig, min
Stol skal staa tom, Doren skal Iukkes paa mig og jeg skal aldrig sætte min Fod der
78