Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 83
MYNDIR AF LISTAMANNINUM ANDSPÆNIS DAUÐANUM
hefst á: „Þar sem mannfólkið elskar, Tage og Ellinor sem er umluk-
inn rammakhfun („...þess vegna kem ég ...“), og inniheldur þar að auki
t.d. sítekningu („... Tage og Ellinor, Ellinor litla...“); þá tegund klifunar
þegar síðustu orðin í setningu eru endurtekin í byrjun þeirrar næstu („Sá
sem á að deyja, kæru böm, er svo snauður; ég er svo snauð...“); skraut-
hvörf („... stóll minn verður auður, dyrunum verður lokað á mig...“); auk
forkhfunar (anaforer) („Þess vegna lít ég á allt (...) þess vegna kem ég og
bið ykkur að elska mig...“): Saman mynda þær net samhkinga sem gera
þær að heild.15 Forsendan fyrir þessari stílífæði sem er byggð inn í bréf-
ið er mikið sjálfsöryggi í beitingu tungumálsins en það sýnir hversu með-
vitaður bréfritarinn er um tilganginn með bréfinu. Það er ritað með því
skýra markmiði að eyða sundrungunni milb frú Fonns og barnanna og
Thorbroggers -með mælskulist tilfinninganæmi og samúðar að voprú.
Afgerandi staðsetning bréfsins í sögulok markar bréfið ljóslega sem
endi sögunnar. Það beinir athygb lesandans að því sagða og hefur sam-
s\rarandi hlutverk fyrir lesendum og dauðixm fyrir frú Fonns. Það er sama
samsvörun milli loka Kfsins og textans og sú sem Peter Brooks lýsir með-
al annars sem hbðstæðu dauðahvatar Freuds og löngunar eftir endinum
sem lesandi finnur til í Readingfor the Plot: „Dauðahvötin er löngunin í
endalokin og í textanum vinnur hún með hjálp endurtekningarinnar.
Handan \dð og undir stjóm vellíðunarlögmálsins er grunnlína fléttunn-
ar, „grundvallarsláttur“ hennar, skynjanlegur eða heyranlegur í endur-
tekningunni sem færir okkur aftur á við í textanum.“16
Sem lesandi hefur maður sterklega á tilfiruiingunni að verða fyrir
sömu áhrifum og Tage og Ellinor, tilfinrúngu um að lesturinn eigi að
koma manni í sama tregablandna hugarástandið og ætlunin er að þau
komist í. Með því að snúa sér beint til viðtakanda markar kveðjubréfið
afgerandi skil í rökrænni uppbyggingu smásögunnar. Með því að ávarpa
lesandann beint fer J.P. Jacobsen út fyrir mörk tilbúningsins og afhjúpar
sjálfan sig sem höfund sögunnar. I framhaldi af því er freistandi að lesa
k\æðjubréfið og skrif frú Fonns sem sjálfsmynd, birtingu á hstamannin-
lj Skilgreminguna á ofannefndum stflbrögðum klassískrar mælskufræði sæki ég til
Keld Gall Jorgensen: Stilistik. Gyldendal, 1996, og að hluta til Sven MaLLer Krist-
ensen: lmpressionismen i dansk prosa. Gyldendai, 1955.
16 „What operates in the text through repetition is the death instinct, the drive toward
the end. Beyond and under the domination of the pleasure printiple is this baseline
of plot, its basic „pulsation“, sensible or audible through the repetitions that take us
back in the text.“ Tilritnunin er úr: „Meistaraflétta Freuds". I föri#:2/2003 bls.181.
8i