Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 84
JENS LOHFERT J0RGENSEN
um og listrænni sköpun gagnvart dauðanum. Um tilurð bréfsins skrifaði
Edvard Brandes:
„...óralengi biðu menn eftír síðustu síðunum. Jacobsen frestaði
því stöðugt að skrifa þær. Það er hið fræga kveðjubréf sem er
greipt í minningu og tilfinningu sérhvers lesanda, loksins einn
morguninn var það skrifað viðstöðulaust í endanlegu formi -
og tárin streymdu. Jacobsen viðurkenndi það sjálfur í gamni að
hann væri orðinn svo „viðkvæmur yfir sínum eigin fallegu orð-
um.“ „En þetta er líka fallegt“ bætti hann við. Og við hinir
hlógum, þótt sérhver okkar vissi að hann hefði kvatt heiminn
og skorað á okkur alla að minnast sín.“'
Eg get mér þess til að J.P. Jacobsen hafi við samninguna orðið ljós sú stað-
reynd að með bréfinu hafi honum tekist að skapa samræmi milli dauðans
og verksins: Dauðinn gefur verkinu merkingu -í krafti óumdeildrar stöðu
sinnar- eins og verkið gefur dauðanum merldngu. Og þar með gerir það
höfundinn ódauðlegan. Orðaval Brandesar vekur athygli „...í endanlegu
formi“. Með kveðjubréfi sínu — og ekki síst hversu listilega það er samið
17 „...den længste Tid ventede man paa de sidste Sider. Jacobsen skod bestandig ud at
skrive dem. Det er hintberomte Farvel, som staar fastpræget i enhver Læsers Erind-
ring og Folelse. Endelig en Formiddag blev det skrevet uden Standsning i én Stob-
ning -under Taarer. Jacobsen tilstod det selv med megen Spog, at han var bleven saa
„sentimental over sine egne konne Ord.“ „Men det er ogsaa rorende11 tilfojede han.
Og vi andre lo, skont enhver af os vidste at han havde skrevet Verden sit Farvel og
manet os alle til at mindes ham.“ Tilvimunin er úr: ,J.P. Jacobsens sidste Arbejde“.
Efdrmáli að „Doktor Faust“. Jitle-Rosei-1885. Ernst Bojesens Kunstforlag.
18 Þessi staða hefur verið til umræðu í fyrri sviðsetningu í smásögunni sem er undan-
fari trúlofunarsenunnar milli frú Fonns og Thorbroggers, þar sem hún birtist hreyf-
ingarlaus í líki höggmyndar: „Það var þægilegt að standa svona, og bronsið var svo
undur svalandi mót hönd hennar. En þar sem hún stóð þarna kom annað til. Henni
fór að finnast það svölun fyrir útlimina, fyrir líkama hennar, þessi fastmótaða, fagra
staða sem hún gleymdi sér í, og vitundin um hversu vel hún fór henni, fegurðin sem
var yfir henni á þessu augnabliki, og sjálf tilfinningin fyrir líkamlegu samræmi sem
varð að sigurvissu og streymdi eins og undarleg fagnaðartilfinning um hana.“ („Det
var bekvemt at staa sadan, og Bronzen var saa dejlig kolig imod hendes Haand. Men
som hun stod der, kom noget Andet tdl. Hun begyndte at fole det som en Tilfreds-
stillelse for sine Lemmer, for sit Legeme, den plastisk skjonne Stilling, hvori hun
var stmken hen, og Bevidstheden om, hvor godt det klædte hende, om den Skjon-
hed, der var over hende i dette 0jeblik, og selve den legemlige Fornemmelse af
Harmoni, det samlede sig til en Folelse af Triumf, strommede som en underlig fest-
lig Jubel igjennem hende.“) (178)
82