Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 85
AIYNDIR AF LISTAMANNINUM ANDSPÆNIS DAUÐANUM
— læsist frú Fonns í óhreyfanlegri stellingu fyrir þá sem eftir lifa,18 og þar
með að sjálfsögðu höfundur hennar, Jacobsen sjálfur. Maður getur skoð-
að þennan einsleita skilning á dauðanum í ljósi hugmyndarinnar um sam-
einingu sjálfs og náttúru, eða sjálfs og hins guðdómlega sem birtist í al-
gyðistrúnni, t.d. í ljóði A.W. Schack Staffeldts „Vígslan“ ffá árinu 1803,
þar sem síðasta setningin hjóðar svo: „Þó varð frá því vor hugsun og
þrá/jörðin fangelsi;/þá linar við grun, draum og söng/hjartað sína þrá/þó
brennir mig kossinn, ég fínn ekld frið/fyrr en ég dreg himininn niður!“19
Þar sem samruninn við alheimssálina er ekld mögulegur fyrr en sál sjálfs-
ins hefur losað sig úr jarðnesku hulstri er þráin efrir þessum samruna um
leið dauðaþrá. Það er hægt að skilgreina sameininguna almennt sem ein-
ingu milli geranda og þolanda, það er að segja milli „Ég“ og „Himnanna“.
Það áhugaverða í samlíkingunni við þann skilning á dauðanum sem birt-
ist í „Frú Fonns“ er að því virðist að það er enginn þolandi í smásögu Jac-
obsens. Það er enga guðlega nánd að finna í „Fru Fonns“. Aftur á móti
áht ég að það megi skilja hstina sem þennan þolanda sem frú Fonns sam-
einast, eins konar „hstræna upphafningu“. Að trúin á hstina sem býr í
„Fru Fonns'1 sé af trúarlegum toga, er umdeilanleg staðhæfing, þar sem
uppgjörið við kristindóminn er sett fram á svo skýran hátt í höfundarverki
J.P. Jacobsens og kemur skýrast fram í 9. kafli skáldsögunnar Niels Lyhne.
Lestri mínum á „Fru Fonns“ má andæfa með þeirri staðhæfingu að
hann þrengi skilninginn á sögunni í heild sinni með því að einblína á
samræmið sem næst við dauða frú Fonns. Þá missi mótsögnin vægi og
þar með ósamleitnin sem er einkennandi fyrir alla texta Jacobsens.20
Dæmi um ósamleitnina í „Fru Fonns“ eru tímasetningar í sögunni. Frá
því er sagt að frú Fonns hafi verið 18 ára gömul þegar hún af fjárhags-
ástæðum og þrátt fyrir mikla ást sína á honum, sleit trúlofun sinni og
Thorbroggers til að giftast herra Fonns. Hún á nú „ekki marga daga í að
verða fertug“.21 Ellinor er „....átján ára stúlka“,22 og Tage er 21 árs. Þeg-
19 „Dog blev fra nu for Tanke og Trang/Jorden et Fængsel;/Vel lindrer ved Anelse,
Drom og Sang/Hjertet sin længsel/Dog brænder mig Kysset, jeg kender ei Fred/
Forend jeg drager Himlene ned!“ Tilvitnunin er úr:: „Indvielsen“. Digte. Gylden-
dal, 1968.
20 Einkum athuganir þær í anda afbyggingar sem Jom Erslev Andersen hefur gert á
höfundarverkinu og hafa beinst að þeim stöðum þar sem rofverður í textumJ.P. Jac-
obsens. Sjá t.d. Jom Erslev Andersen: „Dryssende roser - om spor i J.P. Jacobsens
skrift“. Dryssende roser. Essays orm digtning ogfilosofi. Modtryk, 1988.
21 „...hun selv havde ikke mange dage tilbage, inden hun var 1)0X6“ (173)
22 „...en attenaars Pige...“ (173)
83