Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Side 86
JENS LOHFERT J0RGENSEN
ar síðar segir um Thorbrogger, að „...hann hafi í 21 ár lifað á hásléttunni
í La Plata“23, hlýtur það ekki aðeins að vekja athygli okkar heldur einnig
grun okkar um hreinleika frú Fonns þegar hún gengur í hjónaband. Og
raunar allar kringumstæður við giftinguna: Er það vegna þess að Thor-
brogger gat barn með frú Fonns að hann varð að fara alla leið til Argent-
ínu? Gekk hún einungis í hjónaband til að breiða yfir þungunina? Af-
leiðingarnar af þessum að því er virðist misvísandi upplýsingum eru
þýðingarmiklar íyrir skilninginn á „Fru Fonns“. Að hluta skýra þær og
styrkja samband Fru Fonns og Thorbroggers, en þær varpa einnig írón-
ísku ljósi á mótþróa Tages gegn tengslum móður hans við manninn sem
í raun er faðir hans.
„Doktor Faust“
í „Fru Fonns“ gerir Jacobsen á aðdáanlegan hátt upp dauðarm í höfund-
arverki sínu og tekst það næstum því. Eftir „Fru Fonns“ skrifar hann ein-
ungis eitt prósaverk, það er smásögubrotið „Doktor Faust“.24 I „Doktor
Faust“ er umfjöllunarefnið einnig dauðinn en þar er það ekki eins dulið
og í „Fru Fonns“. Söguþráðurinn er einfaldur: Dauðinn ríður í gegnum
skóginn í fylgd með Amor. Saman ríða þeir til bæjarins og nema staðar
fyrir framan hús Doktors Fásts. Hann situr í opnum glugganuin en án
þess að koma auga á þá. Þeir geta aftur á móti bæði séð hann og heyrt
hugsanir hans sem snúast einmitt um þá:
Heyranleg varð hver hans hugsun um hina tvo ósýnilegu fyrir
utan.
„Nú er ég 40 ára,“ hugsaði hann, „10, 20, 30 ár í viðbót get
ég lifað, svo er öllu lokið!
A ný er vor, á ný á ég einu ári færra ólifað...“2s
Þar með lýkur sögubrotinu. Það var gefið út af Edvardi Brandes eftir
dauða J.P. Jacobsens og því fylgir eftirmáli með samþykki Jacobsens
23 „...han i enogtyve Aar havde levet midt inde paa Sletteme i La Plata“ (176)
24 Eg vísa hér og áfram til úgáfunnar á textabrotinu sem er að finna í: J.P.Jacobsen:
Lyrik ogprosa. Utg. af Jorn Erslev Andersen. Det Danske Sprog og Litteratursel-
skab/Borgen, 1993.
25 Horligt klang hver Tanke af ham om de to usynlige derude.
„Nu er jeg 40 Aar,“ tænkte han, „10, 20, 30 Aar til kan jeg leve, saa er alt forbi!
Igjen er det Foraar, igjen har jeg ét Aar mindre at leve...“ (219)
84