Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Qupperneq 89
MYNDIR AF LISTAMANNTNUM ANDSPÆNIS DAUÐANUM
einmitt þar sem sem hápunktur framvindunnar ætti að vera. Það er ekk-
ert orsakasamhengi milli einstakra kafla. Þeir einkennast fyrst og fremst
af stuttum setningum sem heþast á „og“ og safhast bara upp. Persónurn-
ar sem hafa að því er virðist táknsögulegt innihald, leysast upp. Hér er
lýsingin á dauðanum:
Reiðmaður kom ríðandi eftir veginum sem lá í þröngum
skomingum í skógi.
Uppi á bökkunum til beggja hliða voru stór, nakin tré, mjög
hátt upp, svo að á þau efstu skein sól á krónurnar, en niðri, þar
var dimmt og lítil birta.
Og vorvindurinn kom þunglega eftír veginum.
Og reiðmaðurinn kom einnig þtmglega og hann dró stóran
ljá á efrir sér þannig að hann plægði með málmgljánandi oddi
sínum svartan svörðinn.
Hann reið fölbleikum hesti og sat hann í hnakknum gamall
og lotinn, krumpur og fellingar í síðu og svörtu, hvít mögur
hönd í klæðinu, hvít mögur hönd um skaft ljásins.
Hann var stærri en fólk er flest, og það var engin hvíta í aug-
um hans, bara það svarta sem sér.’1
Dauðinn birtist sjálfur sem deyjandi.32 Hann hefur ekki öflugt birtingar-
form hvað þá ógnvekjandi. Algjörlega úrvinda dregur hann merki sitt,
31 „Der kom en Ryttersmand ridende gjennem Hulvejen i en Skov.
Op mod begge Skrænteme stod der store, bare Træer, helt hojt op, til de erverste
havde Tuppen i Sol, men demede, der var det merrkt og knapt med Lys.
Og Foraarsvinden kom tungt op gjennem Vejen.
Og Ryttersmanden kom ogsaa tungt, og han slæbte en stor Le efter sig saa den
plajede med sin blinkblanke Od i den sorte Muld.
Bleggul Hest var han paa, og gammel sad han forover i Sadlen, i Læg og Folder
af Sidt og Sort med een hvid mager Haand i Tommen og een hvid mager Haand
om leens Skaft.
Han var storre end Mennesker er, og der var ingenting Hvidt i hans 0jne, bare
det Sorte som seer.“ (217)
32 Það er áhugavert að bera þessa lýsingu saman við lýsingu Sorens Kierkegaards á
dauðanum í einni af „Tre Taler ved tænkte Lejligheder", en það er „Ved en Grav“
(sem J.R Jacobsen hefur hugsanlega lesið): „... aftur á móti hefur aldrei neinn dauð-
vona séð dauðann skipta htum, séð hann skjálfa við þá sjón, séð ljáinn titra í hönd
hans, séð vott af svipbrigðum á rólegu andhti hans. Og dauðinn er heldur ekki nú
orðinn gamall maður sem hramur af elli fáhnar í bhndni sem veit ekki með vissu
hvað tímanum líður, eða verður meyr vegna heilsubrests. 0, þar sem einhver dirfist
87