Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Síða 90
JENS LOHFERT J0RGENSEN
ljáinn, á efdr sér, með þeim afleiðingum að hann plægir jörðina og gerir
hana þannig frjósama. A sama hátt leynir Amor merki sínu, boganum, í
faxi hestsins. Hann og dauðinn birtast ekki í hefðbundnum hlut\rerkum
sem íjendur, heldur bíða þeir af háttvísi efrir hvor öðrum á leið til Dokt-
ors Fásts.
Þessi dæmi eru einungis þau dæmi sem mest ber á meðal annarra um
þá brotakenndu framsetningu á lífinu sem meðtdtund Fásts um dauðann
veldur og á sér samsvörun í tmdirgrafandi þáttum í framsetningunni, og
sem aftur vinnur gegn sérhverri tilraun til að skapa trausta inerkingu.
Það er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að sagan um Doktor Fást af-
byggi sjálfa sig í sömu andrá og það gerist hjá lesandanum: A sama hátt
og smásögubrotið grefur undan tilhugsuninni um mikilvægan dauða
grefur það einnig undan sínu eigin mikilvægi, það sundrar lesáttinni án
nokkurrar tilraunar til að skapa heild, og þessa markidssu dreifingu verð-
ur maður sem lesandi afr taka alvarlega.
Eg ætla að lokum að snúa mér aftur að Maurice Blanchot. Kjarninn í
höfundarverki hans er rannsókn á sérstöðu tungutaks skáldverka.33
Skýrast birtast þessar hugsanir hans ef til vill í greiningu hans á goðsögn-
inni um Orfeus í ritgerðinni „Augnatillit Orfeusar“ („Orfeus’ Gaze“).
Orfeus verður í lesningu Blanchots mynd af rithöfundinum sem með því
að leiða Evridísi frá Hades gegnum nóttina inn í dagsbirtuna, getur lok-
ið við hið bókmenntalega verk. En þessari hreyfingu tekst Orfeusi eins
og kunnugt er ekki að ljúka. Með því að beina sjónum sínum að Etnddísi
á leið upp í dagsbirtuna - það augnaráð sem fyrir Blanchot er tjáning
girndar sem hann telur uppsprettu innblástursins - fórnar Orfeus í óþol-
inmæði sinni hinu fullkomna listaverki fyrir aðra þrá, það er þrána efrir
uppruna verksins í formállegu myrkri:
Augnatillit Orfeusar er mesta gjöf Orfeusar til verksins. Það er
að hrósa sér af því að vera óbreytanlegur; nema þá dauðinn: hann verður ekki fölari
og ekki eldri.“ („... derimod har aldrig nogen Deende seet Doden skifte Farve, seet
den ryste ved Synet, set Leen vakle i hans Haand, seet Anelse om en Mineforand-
ring i hans rolige Ansigt. Og Deden er ei heller nu bleven en gamrnel Mand, der
svækket af Alder famler ubestemt, der ikke noiagtigt veed hvad Klokken er, eller
blev medlidende af Svaghed. O, dersom Nogen tor rose sig af at væer uforandret,
da vel Doden: den bliver ikke blegere og ikke ældre.“) Tilvimun í Samlede væi'ker.
Gyldendal, 1963, bd. 6 bls. 303.
33 Sbr. formála eftir Carsten Madsen og Frederik Tygstrup að Maurice Blanchot: Or-
feus’s blik og andre essays. Gyldendal, 1994 bls. 7.
88