Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 91
MYNDIR AF LISTAMANNINUM ANDSPÆNIS DAUÐANUM
gjöf sem hann notar til að hafha, til að fórna verkinu. Hann
mjakar sér í átt að upprunanum í samræmi við hina ómælan-
legu hreyfingu girndarinnar - sem hreyfir hann í átt að verkinu
án þess að hann viti það, í átt að uppruna verksins. 34
Sú staðreynd að „Doktor Faust“ er ekki lokuð má sjá sem tjáningu á slíkri
öfgafullri fómar-aðgerð sem einnig felur í sér sjálfsmynd höfundarins
sjálfs. Pappírar Fásts liggja óskrifaðir innan um froðuna sem drýpur eins
og sápukúlur úr munnvikum hesta Dauðans og Amors og minnir á hé-
gómaminni barokktímans. Ef skilja ber frú Fonns sem ímyndina um
listamanninn skapaðan af og skapandi andspænis dauðanum, birtist
Doktor Fást sem afneitun á þessari ímynd: Mynd af listamanninum sem
hefur glatað sjálfum sér og verkinu andspænis dauðanum.35 En inntakið
hjá Blanchot er að það sé einmitt í gegnum þessa afvirkni (fr. desæuvrem-
ent) sem við verðum vitni að í „Doktor Faust“, sem ritunin verður til:
Fórn verksins frelsar ritunina og slítur sig lausa frá því hlutverki sínu að
framleiða merkingu.
Það er þessi frelsun sem Blanchot leitar. I rýminu á milli hneigðarinn-
ar til hins bundna verks og í áttina að frjálsri ritun er höfundarverk J.P.
Jacobsens að finna. Og það er þessi tvíbenta hreyfing milli þessara
tveggja staðsetninga sem er grundvöllurinn fyrir höfundarverkinu, þessi
hreyfing gerir höfundarverkið lifandi, fær það tdl að anda.
34 „Orpheus’s gaze is Orpheus’s ultimate gift to the work. It is a gift whereby he ref-
uses, whereby he sacrifices the work, bearing himself toward the origin according
to desire’s measureless movement - and whereby unknowingly he sti.ll moves to-
ward the work, toward the origin of the work.“ The Space of Literature bls. 174.
35 Mér er það ljóst að það er ekki fyrr en með skáldsögu Thomasar Manns Doktor
Faustiis ffá árinu 1947 að listamaðurinn er settur beint í samband við Faust, og Faust
birtist í líki þýska tónskáldsins Adrian Leverkiihns. Tenging sú sem ég geri hér er
yfirfærð, eins og reyndar á við um lestur minn á „Fru Fonns11.
89