Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 95
í KIRKJUGARDINEFNUM \'IÐ EKEt NÖFN
blindinginn sem knýr vísana.“2 í „Monstera deliciosa á næturvakt“ birt-
ist svipuð þrá þegar planta í stofunni flækist í veggklukkunni og stöðvar
gang hennar: „Yngsta blaðið vefur sig ljósgrænt um stóra vísi og neglir
hann á miðnætti./Þessi útsmogna planta fann aðferð - og kyrkti tím-
ann.“3 Ljóðmælendumir tveir tjá vanmátt sinn andspænis tímanum á
ólíkan hátt, með því að viðurkenna blekkinguna og kalla hana missýn,
eða með því að halda fast í falsvonina um að augnablikið staldri lengur
við, sé varanlegra.
Steinunn veit afar vel af þætti tímans í höfondarverki sínu en hún lýsir
skáldverkum sínum svo á bókmenntavef Borgarbókasafns Reykjavtkur:
Einhverjir rauðir þræðir hljóta þó að ganga í gegnum bækur
sama höfondar. Ég á sjálf erfitt með að rekja þá, en stikkorð
gæti ég komið með. TÍMINN væri eitt af þeim. TLMINN í
verkum mínum er að nokkxu leyti tengdur íslenskri náttúm og
árstíðum hennar. Islenskur tími er að eilífu tregablandinn, það
er enn síður hægt að ná í skottið á honum en á öðmm tíma,
hann er eftirsjá eftir sumrinu sem leið án þess hægt væri að
festa hönd á því, tilhlökkun til vorsins sem aldrei ætlar að
koma, kvíði fyrir vetrinum sem teygir sig yfir mestallt árið.4
Arstíðatregann má rekja allt aftur tdl íyrstu bóka Steinunnar. Nefna má
ljóðin „Haustið á næstu grösum“ og „Þegar það loksins kom“ í Þar ogþá
(1971). Hann vegur sífellt þyngra, er meginviðfangsefnið í ljóðabálkun-
um „Dögum og svo framvegis“ í Verkmmmerkjum (1979) og „Veðratíma"
í Kunöfluprmsesmnm (1987) og öðlast jafnvel enn veigameiri sess í „Ars-
tíðasöngli“ og „Mirmingum með vetrarlagi“ í Kúaskít og norðurljósum
(1991).
„Arstíðasöngl“ hefst í júní og lýkur í sumarbyrjun. Ljóðabálkurinn er
mótaður af hugmyndum Steinunnar um tregablandinn tíma, tíma efdr-
sjár og kvíða yfir því sem koma skal. I þriðja ljóði bálksins sést þessi hugs-
un berlega því að ljóðmælandinn á erfitt með að gleyma því á hásumar-
degi í júh að veturinn sé skammt undan, jafnvel þó svo að júlímánuður sé
mánuður í miðjum sumartíma:
2 Steinunn Sigurðardóttir: Kartöfluprinsessan, Reykjavík, Iðunn, 1987, bls. 32.
3 Steinunn Sigurðardóttir: Kúaskítur og norðurljðs, Reykjavík, Iðunn, 1991, bls. 38.
4 Steinunn Sigurðardóttdr: „Þrjár smásögur um skáldskap“, Bókmenntavefur Borgar-
bókasafns Reykjavíkur [sótt 17.2.2004]. Sjá: http://www.bokmennir.is/
93